Ræktunarnöfn

Sótt er um ræktunarnafn til RML á sérstöku eyðublaði sem nálgast má hér á heimasíðunni.
Steinunn Anna Halldórsdóttir sér um afgreiðslu á ræktunarnöfnum. Hægt er að ná í hana í síma 516 5045 eða í gegnum netfangið sah(hjá)rml.is.

Reglur um ræktunarnöfn

 • Hægt er að sækja um sérstök ræktunarnöfn og fá skráð á sitt nafn. Þessi ræktunarnöfn koma þá í stað uppruna hjá viðkomandi ræktanda á hrossum sem fæðast eftir að ræktunarnafni var úthlutað.
 • Sótt er um ræktunarnafn til Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins á þar til gerðu eyðublaði. Eyðublaðið má finna með því að smella hér.
 • Um getur verið að ræða einstakling, fyrirtæki eða félög.
 • Ræktunarnafnið er skráð á viðkomandi ræktanda og engum öðrum heimilt að nota það án heimildar rétthafa ræktunarnafnsins.
 • Ræktunarnöfnin skulu skráð í WorldFeng þar sem haldið er utan um allar upplýsingar þeim tengdar. Handhafasögu ræktunarnafna skal haldið til haga í WorldFeng.

Sérstök gjaldskrá gildir fyrir skráningu á ræktunarnöfnum:

 • Stofngjald er 75.000 kr.
 • Árgjald er 10.000 kr.
 • Gjald fyrir umskráningu ræktunarnafns yfir á nýjan aðila er 25.000 kr.
 • Standi ræktandi ekki skil á árgjöldum hættir hann á að tapa ræktunarnafninu.
 • Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er heimilt að auglýsa útrunnin ræktunarnöfn einu ári eftir vanskil á árgjaldi.
 • Handhafa ræktunarnafns er heimilt að framselja öðrum ræktunarnafn sitt. Tilkynna skal Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins um slíka breytingu.
 • Sama ræktanda er heimilt að skrá fleiri en eitt ræktunarnafn.
 • Óheimilt er að nota sem ræktunarnafn heiti á lögbýli eða landi sem skráð er í fasteignaskrá.
 • Óheimilt er að skeyta tölustaf eða bókstaf aftan við nafn á lögbýli eða landi til nota sem ræktunarnafn, s.s. Hóll 1 eða Grund A. Sækja má um undanþágu  ef fyrir liggur leyfi frá eigendum viðkomandi lögbýlis eða lands.
 • Óheimilt er að bæta við for- eða viðskeyti við nafn sem þegar er skráð í fasteignaskrá til nota sem ræktunarnafn, s.s. Litla-Hvanneyri eða Hólar-Vestri. Veita má undanþágu frá þessari reglu ef fyrir liggur góður rökstuðningur.
 • Óheimilt er að nota ræktunarnafn sem er heiti á þéttbýli, sveitarfélagi, sýslum eða þjóðlöndum.
 • Óheimilt er að nota sem ræktunarnafn heiti sem ekki fellur að góðri íslenskri málvenju.
 • Óheimilt er að nota sem ræktunarnafn skrásett vörumerki nema þau séu í eigu viðkomandi umsækjanda.
 • Ræktunarnafn fylgir hrossi alla tíð rétt eins og venja hefur verið með uppruna. Gildir þar einu hvort ræktunarnafnið hefur fallið úr notkun eða ekki.
 • Upplýsingar um öll ræktunarnöfn skal birta í WorldFeng ásamt upplýsingum um handhafa þeirra á hverjum tíma.
 • Hrossaræktarráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins fer yfir umsóknir um ræktunarnöfn og kannar hvort þau falla að reglum. Í vafatilfellum skal leitað til sérfróðra aðila.

 Rétt er að ítreka að reglur um upprunaskráningu eru óbreyttar frá því sem verið hefur að öðru leyti þ.e. reglan er sú að menn kenna hross sín við lögbýli eða þéttbýli. Ræktunarnöfnin eru fyrst og fremst hugsuð til að koma til móts við óskir þeirra sem ekki búa á lögbýlum en vilja geta aðgreint sína hrossarækt sérstaklega.

Rules regarding Breeding names

It is possible to apply for a special "Breeding name" and have it registered to you. These Breeding names will replace the origin of horses bred by the person in question after the Breeding name has been registered and published.
You can apply for a "Breeding name" to the Icelandic Agriculture Advisory Center on a specific form (Application for a Breeding name).
An individual can apply, as well as a company or an association.
The Breeding Name is registered to the breeder in question and no one else is permitted to use it without the authorization of the Breeding name holder.
Breeding names shall be registered in WorldFengur along with all relevant information concerning the matter.
The history of Breeding name holders shall be registered in WorldFengur.

Fees for Breeding names are as follows:

 • Starting fee is ISK 75.000
 • Yearly fee is ISK 10.000
 • The fee for signing a Breeding name over to another person is ISK 25.000
 • If a breeder does not pay the yearly fee he/she risks losing the Breeding name.
 • The Icelandic Agriculture Advisory Center can re-issue a Breeding name if yearly fees are still in debt a year after their due date.
 • A Breeding name holder can transfer his/her breeding name over to someone else. Such a change needs to be reported to the Icelandic Agriculture Advisory Center on a specific form (Transfer of a Breeding name).
 • A horse breeder can register more than one Breeding name.
 • It is not allowed to use the name of a registered farm as a Breeding name.
 • It is not allowed to use the name of a town, county or nation as a Breeding name.
 • Breeding names must meet Icelandic grammar rules and fit the language.
 • Registered trademarks are not allowed as Breeding names unless owned by the breeder in question.
 • A Breeding name is registered to the horse for its lifetime, as is customary with the place of origin. It does not matter whether the Breeding name has later been cancelled or not.
 • Information on all Breeding names shall be published in WorldFengur along with information on their holders.
 • The Horse Breeding Advisor of the Icelandic Agriculture Advisory Center reviews applications for Breeding names and decides if they meet standards. In cases of doubt specialists should be consulted.

It should be stressed that rules on the origin of horses have not changed; horses should be registered as originating from farms or towns. The Breeding names are first and foremost for those who do not live on a registered farm but would still like to specify their breeding with a particular name.

Contact person is Steinunn Anna Halldórsdóttir, tel: 516-5045, email: sah@rml.is. 

Application for a breeding name