Merkingar nautgripa

Skylt er að merkja alla nautgripi með plötumerki í bæði eyru innan 20 daga frá fæðingu samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár. Athugið að kálfa sem er slátrað innan 20 daga frá fæðingu skal einnig merkja með viðurkenndum plötumerkjum áður en þeir fluttir frá búinu í sláturhús.

Vinnulag við merkingar og skráningu
Mælt er með því vinnulagi við merkingarnar, að kálfar séu merktir áður en upplýsingar um þá eru skráðar. Með merkjunum fylgir skýringarmynd, sem sýnir hvernig og hvar heppilegast er að staðsetja merkið í eyra gripsins. Þá er einnig hægt að horfa á myndband á YouTube frá Os Id í Noregi um hvernig merkja skuli kálfa.

Myndband um merkingar kálfa 

Skráning þeirra sem færa mjólkurskýrslur fer fram á mjólkurskýrslunni eða í nautgriparæktarkerfinu Huppu. Framleiðendur nautakjöts skrá upplýsingar í nautgriparæktarkerfið Huppu eða sérstaka hjarðbók. Best er að nota eyðublaðið Burðir-afdrif-flutningar sem hægt er að sækja undir eyðublöð hér á síðunni.

Merkjapantanir
Best er að panta merki gegnum tölvukerfið MARK sem er að finna á netinu undir slóðinni www.bufe.is. Þar er einnig að finna upplýsingar um áður pöntuð merki.

Aðgangur að MARKI
Til að fá aðgang að MARKI þarf að hafa samband við RML. Senda má tölvupóst á netfangið tolvudeild(hjá)rml.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, bæjarheiti og póstnúmer. Bændur fá þá sendan veflykil í pósti. Þessi veflykill er notaður þegar bændur nýskrá sig inn í kerfið í fyrsta sinn í gegnum www.bufe.is.

Skráningar og aðstoð
Skráning fer fram í nautgriparæktarkerfinu Huppu en einnig tekur Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins við hjarðbókum til skráningar. Starfsfólk RML veitir einnig allar upplýsingar og aðstoðar við færslu hjarðbóka.