Garðyrkja

Garðyrkju- og ylræktarráðunautar RML sinna almennri ráðgjöf í ylrækt grænmetis og blóma, útiræktun matjurta og ræktun garð- og skógarplantna. Auk þess annast þeir ráðgjöf um áburðargjöf, varnir gegn sjúkdómum, meindýrum og illgresi. Pantið ráðgjöf í síma 516 5000

Starfsmaður: 
Helgi Jóhannesson, Selfoss, sími 898 0913, netfang: helgi(hjá)rml.is

Garðyrkju á Íslandi er oft skipt í fjórar meginundirgreinar; blóma-, garðplöntu-, grænmetis- og kartöfluræktun. Það sem gerir Ísland ákjósanlegt til garðyrkju er hnattstaða þess, landfræðileg einangrun og gæði landsins. Þessir þættir leiða til þess að hér er að finna færri meindýr og sjúkdóma en víðast annars staðar, auk þess sem illgresisflóran er fábreytt. Greinin hefur notið góðs af virkjun fallvatna og jarðvarma, m.a. til lýsingar og uphitunar gróðurhúsa.