Kynbótaeinkunn

Reiknuð er kynbótaeinkunn fyrir alla nautgripi sem skrásettir eru í gagnagrunn nautgriparæktarinnar og með fullnægjandi upplýsingum varðandi ætterni og afurðir.  Kynbótaeinkunn er reiknuð út fyrir alla byggingareiginleika sem dæmdir eru bæði samkvæmt gamla dómsskalanum og línulega skalanum.  Auk þess er reiknuð kynbótaeinkunn fyrir arfurðaeiginleika fyrstu þrjú mjaltaskeið, ásamt einkunn fyrir gæðaröð, skap, mjaltir og endingu.
Heildarkynbótaeinkunn grips tekur þó aðeins mið af skilgreindum ræktunarmarkmiðum þar sem vegnir eru saman ákveðnir eiginleikar sem teknir hafa verið inn í ræktunarmarkmið, í ákveðnum hlutföllum.
Hér að neðan má sjá þá eiginleika sem vega inn í heildarkynbótaeinkunn grips og vægi hvers eiginleika.