Huppa.is

Huppa (www.huppa.is) er afurða- og skýrsluhaldskerfi í nautgriparækt sem tekið var í notkun á árinu 2008. RML ber ábyrgð á skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar og þróun kerfisins í samvinnu við Tölvudeild BÍ.

Þar geta nautgripabændur skráð upplýsingar er tilheyra skýrsluhaldi nautgriparæktar og fengið margvíslegar upplýsingar um gripina sína. Má þar nefna upplýsingar um ætterni, afurðir, flutningssögu, kynbótamat o.fl.

Í Huppu fer einnig fram skráning og skil á mjólkurskýrslum, skráning afdrifa gripa, burðarskráning og skráning vegna kaupa og sölu gripa, sæðingaskráning o.fl. Huppa inniheldur ýmsa lista og skýrslur og er því öflugt tæki til aðstoðar við bústjórn og daglegrar ákvarðanatöku við rekstur búsins. 

Þeir sem ekki hafa aðgang að Huppu nú þegar geta sótt um aðgang hjá tölvudeild Bændasamtakanna. Þeir sem þegar hafa aðgang að bændatorginu (http://torg.bondi.is) geta sótt um aðgang að Huppu með því að smella á þar sem stendur Huppa í reit sem heitir mín kerfi á forsíðu (minni síðu) Bændatorgsins. Ef aðgangur að Bændatorginu er ekki fyrir hendi, þá þarf að "virkja" bændatorgið fyrir þá kennitölu sem búreksturinn er skráður á í kerfum samtakanna en til þess þarf að nota Íslykil eða rafræn skilríki. Þegar búið er að virkja Bændatorgið er hægt að sækja um aðgang að t.d. Huppukerfinu eins og lýst var hér á undan. Hægt er að panta áskrift að forritum og einnig er þjónusta við notendur forrita BÍ hjá tölvudeild alla virka daga frá kl. 8:30 – 15:00 í síma 563-0300 eða á tolvudeild[hjá]bondi.is.

Starfsmenn RML hafa umsjón með daglegri framkvæmd skýrsluhalds í nautgriparækt, móttöku og skráningu skýrslna, mánaðarlegum keyrslum, viðhaldi og leiðréttingum á upplýsingum í gagnagrunnum nautgriparæktarinnar auk þess að veita upplýsingar og ráðgjöf um frágang á mánaðarlegum kúaskýrslum. 

Starfsmenn RML aðstoða við skráningar ef óskað er og innheimt er fyrir þjónustuna skv. gjaldskrá RML. 
Nánari upplýsingar gefa ráðunautar RML í síma 516 5000.