Hrútaverðlaun sæðingastöðvanna

Reglur um verðlaunaveitingu sæðingastöðvahrúta

Besti lambafaðirinn
Stöðvarnar veita árlega viðurkenningu þeim hrúti stöðvanna sem árið áður er talinn hafa skilað bestum lömbum. Verðlaunahafinn hverju sinni skal valinn af faghóp sauðfjárræktar hjá RML.

Hrúturinn sem viðurkenninguna fær skal að lágmarki hafa skilað til mælinga og skoðunar 100 hrútlömbum á verðlaunaárinu.
Í þungauppgjöri fjárræktarfélaganna skal hann að lágmarki hafa 105 í einkunn fyrir þunga lamba.
Lámarkseinkunn kynbótamats skal vera 110 stig fyrir gerð sláturlamba og 105 stig fyrir fitumat sláturlamba.
Lámarkseinkunn kynbótamats skal vera 95 stig fyrir mjólkurlagni og frjósemi.
Við ákvörðun verðlaunahafa skal taka mest tillit til niðurstaðna úr skoðun hrútlamba og ómsjármælinga þeirra.
Mest áhersla skal þar lögð á mælingar á þykkt bakvöðva og fitu í ómsjármælingum auk stigagjafar fyrir lærahold.
Sami hrúturinn skal ekki verðlaunar í tvígang. Komi upp slík staða skal verðlauna þann hrút sem næstur er talinn standa.

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2009. Verðlaunahafar til þessa:
2009: Þráður 06-996 frá Hesti, Borgarfirði
2010: Fannar 07-808 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum
2011: Borði 08-838 frá Hesti, Borgarfirði
2012: Gosi 09-850 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum
2013: Máni 09-849 frá Hesti, Borgarfirði
2014: Ás 09-877 frá Skriðu, Högárdal
2015: Saumur 12-915 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum
2016: Danni 12-923 frá Sveinungsvík, Þistilfirði
2017: Burkni 13-951 frá Mýrum 2, Hrútafirði
2018: Börkur 13-952 frá Efri-Fitjum, Fitjárdal
2019: Mávur 15-990 frá Mávahlíð, Snæfellsnesi
2020: Durtur 16-994 frá Hesti, Borgarfirði
2021: Fálki 17-821 frá Bassastöðum, Steingrímsfirði
2022: Amor 17-831 frá Snartarstöðum, Núpasveit

Mesti kynbótahrúturinn
Árlega veita stöðvarnar viðurkenningu þeim hrúti sem talinn er mesti kynbótahrúturinn sem þar hafi verið notaður og fengið hefur mikla og alhliða reynslu.
Til greina með verðlaun koma hrútar ekki fyrr en fengin er að lágmarki tveggja ára reynsla um fyrstu dætur þeirra sem tilkomnar eru í gegnum sæðingar.
Verðlaunahafinn hverju sinni skal valinn af faghóp sauðfjárræktar hjá RML.
Lámarkseinkunn kynbótamats skal vera 105 stig fyrir gerð sláturlamba og fyrir mjólkurlagni dætra.
Lámarkseinkunn kynbótamats skal vera 100 stig fyrir fitumat sláturlamba og fyrir frjósemi dætra.
Verðlaunahafinn skal hafa sýnt ótvíræða yfirburði bæði sem lambafaðir og sem ærfaðir.
Niðurstöður úr skoðun lamba og reynsla dætra úr skýrslum fjárræktarfélaganna frá árunum á undan skulu lagðar til grundvallar við valið.
Tekið skal tillit til vænleika lamba, skrokkgæðaeiginleika þeirra, frjósemi og mjólkurlagni dætra.
Sami einstaklingurinn verður aðeins verðlaunaður einum sinni.

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2009. Verðlaunahafar til þessa:
2009: Lundi 03-945 frá Bergsstöðum, Vatnsnesi
2010: Kveikur 05-965 frá Hesti, Borgarfirði
2011: Raftur 05-966 frá Hesti, Borgarfirði
2012: Bogi 04-814 frá Heydalsá, Steingrímsfirði
2013: Grábotni 06-833 frá Vogum 2, Mývatnssveit
2014: Kjarkur 08-840 frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum
2015: Steri 07-855 frá Árbæ, Reykhólasveit
2016: Rafall 09-881 frá Úthlíð, Skaftártungu
2017: Bekri 12-911 frá Hesti, Borgarfirði
2018: Váli 10-907 frá Gunnarsstöðum, Þistilfirði
2019: Dreki 13-953 frá Hriflu, Þingeyjasveit
2020: Klettur 13-962 frá Borgarfelli, Skaftártungu
2021: Börkur 13-952 frá Efri-Fitjum, Fitjárdal
2022: Drangi 15-989 frá Hriflu, Þingeyjarsveit

Síðast uppfært 05.09.2022