Nautgriparækt

Ráðunautar RML sinna sérhæfðri ráðgjöf í nautgriparækt. Helstu verkefni sem falla undir nautgriparækt hjá RML varða einkum kynbótastarfið, þ.e. skýrsluhald og merkingar, kúa- og kvíguskoðun, val kynbótagripa, þjónustu við Nautastöðina á Hesti og gerð pörunaráætlana. Starfsmenn nautgriparæktarinnar hjá RML sinna einnig ráðgjöf er lýtur að frjósemi nautgripa, uppeldi gripa, kjötframleiðslu og ýmsum þáttum er snúa að framleiðsluumhverfi greinarinnar. Þar má nefna rekstrarráðgjöf og áætlanagerð, hlunninda- og nýsköpunarráðgjöf auk ráðgjafar á sviði bútækni og orkumála. Leiðbeiningastarf og ráðgjöf RML fer fram með fræðsluerindum, námskeiðahaldi og/eða einstaklingsmiðaðri ráðgjöf. 

Pantið ráðgjöf í síma 516 5000 eða netfang rml@rml.is.