Innheimta og verðskrá

Reikningar frá RML eru gefnir út mánaðarlega nema um sé að ræða Ráðgjafarpakka eða verkefni sem hefur verið samið um að innheimta sjaldnar.

RML stefnir að því að útgáfa rafrænna reikninga verði í forgrunni til að lágmarka pappírsnotkun og sýna með því samfélagslega ábyrgð og lágmarka sóun í samfélaginu. Áfram verður þó hægt að fá reikninga senda með bréfpósti og þarf að óska eftir því sérstaklega.

Ef óskað er eftir afriti af reikningum er best að senda á netfangið bokhald@rml.is

Starfsmenn:
Vignir Sigurðsson fjármálastjóri, sími 516 5047, netfang: vignir@rml.is
Stefanía Jónsdóttir bókhald og innheimta, sími 516 5044, netfang: stefania@rml.is