Hrútaskráin 2025-26 er komin á vefinn
12.11.2025
|
Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2025-26 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Kynbótastarf -> Sauðfjárrækt -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Skráin er eflaust mörgum kærkomin lesning, nú þegar daginn er tekið að stytta verulega og svartasta skammdegið tekið við. Við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út í næstu viku og verður m.a. dreift á hinum svokölluðu hrútafundum.
Skráin er 56 síður að stærð, litprentuð í A4-broti og inniheldur upplýsingar um 46 hrúta sem notaðir verða til sæðinga í vetur. Hrútakosturinn er gríðarlega öflugur þrátt fyrir að vera að mestu leyti skipaður lambhrútum. Þannig eru aðeins 11 hrútar sem hafa verið áður á stöð en 35 ungliðar koma nú fram á sjónarsviðið, hver öðrum betri. Þessi mikla endurnýjun er liður í innleiðingu verndandi arfgerða gegn riðu og er ekki annað að sjá en ræktun gegn riðu samhliða ræktun fyrir kjötgæðum og öðrum kostum gangi vonum framar. Í það minnsta ber hrútakosturinn þess merki.
Lesa meira