Gott framboð lambhrúta með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir
05.09.2025
|
Riðuarfgerðargreiningar hafa gengið ákaflega vel í sumar hjá okkar samstarfsaðila, Íslenskri erfðagreiningu. Nú er nánast búið að greina öll sýni sem hafa borist í sumar og því að heita hreint borð í upphafi hausts. Framundan er næsta áhlaup en búast má við að talsvert komi inn af sýnum í haust þegar bændur fara að vinna í ásetningsvalinu. Frá því 1. maí hafa verið greind um 57.000 sýni. Miðað við niðurstöður sem liggja fyrir í Fjárvís má ljóst vera að býsna gott úrval er til af lambhrútum með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir.
Lesa meira