Lágmarkskröfur vegna skýrsluhalds

Til að þátttaka í afurðaskýrsluhaldi í nautgriparækt sé metin fullnægjandi skulu skilyrði sem til­greind eru í þessari grein vera uppfyllt, en miðað er við að unnt sé að rekja uppruna og afdrif allra gripa í hjörðinni á einfaldan og öruggan hátt, sem og safna áreiðanlegum upplýsingum um afurðir búsins.

Framleiðandi skal skila hjarðbók og heilsukorti og tryggja rétta framkvæmd á merkingum naut­gripa, í samræmi við gildandi reglugerð um merkingar búfjár með síðari breytingum.

Allur nautgripabústofn framleiðanda skal skráður í Huppu. Framleiðandi ber ábyrgð á skráningu á afurðum sem gripir búsins gefa af sér.

Eftirfarandi skal skrá eða vera til staðar auk upplýsinga sem eru skráðar í hjarðbók búsins (lágmarkskröfur):

  1. Afdrif fangs hjá öllum kúm og kvígum.
  2. Burðardagur kúa og kvígna, fjöldi fæddra kálfa og afdrif þeirra.
  3. Fallþungi og gæðaflokkun allra sláturgripa, sem byggir á innlesnum sláturgögnum frá slátur­húsum.
  4. Ástæða afsetningar kúa og kvígna og að fylgt sé tímamörkum um skráningar sem tilgreind eru í gildandi reglugerð um merkingar búfjár.
  5. Nyt allra mjólkandi kúa (mjólkurskýrsla) í hverjum mánuði fyrir 11. næsta mánaðar eftir mælingarmánuð.
  6. Mjólkurframleiðendur skulu taka kýrsýni úr öllum mjólkandi kúm tvisvar sinnum í hverjum ársfjórðungi.

Framleiðendur skulu staðfesta skýrsluhaldsupplýsingar í síðasta lagi 10. hvers mánaðar fyrir næst­liðinn mánuð og á það jafnt við um mjólkurframleiðendur sem og þá sem eingöngu stunda kjöt­framleiðslu.