- Ráðgjöf
- Kynbótastarf
- Forrit og skýrsluhald
- Um okkur
Til að þátttaka í afurðaskýrsluhaldi í nautgriparækt sé metin fullnægjandi skulu skilyrði sem tilgreind eru í þessari grein vera uppfyllt, en miðað er við að unnt sé að rekja uppruna og afdrif allra gripa í hjörðinni á einfaldan og öruggan hátt, sem og safna áreiðanlegum upplýsingum um afurðir búsins.
Framleiðandi skal skila hjarðbók og heilsukorti og tryggja rétta framkvæmd á merkingum nautgripa, í samræmi við reglugerð um merkingar búfjár nr. 916/2012 með síðari breytingum.
Allur nautgripabústofn framleiðanda skal skráður í Huppu. Framleiðandi ber ábyrgð á skráningu á afurðum sem gripir búsins gefa af sér.
Eftirfarandi skal skrá eða vera til staðar auk upplýsinga sem eru skráðar í hjarðbók búsins (lágmarkskröfur):
Framleiðendur skulu staðfesta skýrsluhaldsupplýsingar í síðasta lagi 10. hvers mánaðar fyrir næstliðinn mánuð og á það jafnt við um mjólkurframleiðendur sem og þá sem eingöngu stunda kjötframleiðslu.