Þegar að nautsmóðir eða efnileg kvíga ber nautkálfi undan nautsföður óskum við eftir því að tilkynnt sé um kálfinn til nautgriparæktarráðunauta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og hann boðinn stöðinni til kaups. Þeir taka ákvörðun um hvort kálfurinn verði keyptur á Nautastöðina eður ei. Sé áhugi á kálfinum mun ráðunautur koma og skoða kálfinn og móðurina. Meðal þess sem skoðað er hvort kálfurinn sé rétt skapaður, kollóttur, með rétt bit, ekki eineistungur, fjöldi spena o.fl. Standist kálfur og móðir skoðun verður kálfurinn keyptur á stöðina.