Persónuverndarstefna RML - notkun á heimasíðu

Persónugreinanlegar upplýsingar eru gögn sem nota má til að bera kennsl á eða hafa samband við tiltekinn einstakling. 

Persónuverndarstefna á netinu gildir aðeins um upplýsingar sem safnað er á heimasíðu okkar en ekki til upplýsinga sem eru safnað með öðrum hætti.

Þegar viðskiptavinir okkar skrá sig á heimasíðuna kunnum við að safna ýmsum upplýsingum, þ. á m. nafninu þínu, póstfangi, símanúmeri og netfangi. Tilgangurinn með því er að geta veitt viðskiptavinum okkar betri þjónustu og að auka gæði netverslunarinnar og þjónustu sem við veitum.

Greiðsluupplýsingar eru aldrei vistaðar á netþjónum okkar.

Persónuupplýsingar eru aldrei framseldar öðrum aðilum án samþykkis nema til þess að afhenda vöru eða þjónustu sem viðskiptavinir hafa óskað eftir.

Netföng notum við til að koma upplýsingum til viðskiptavina er varða pantanir, fréttir um fyrirtækið og upplýsingar um þjónustu okkar og tengdar vörur.

Við gætum ýtrustu ráðstafana til að vernda upplýsingar um viðskiptavini. Viðskipti með greiðslukort fara fram á dulkóðuðum síðum í samstarfi við Saltpay. Eftir viðskiptin eru engar upplýsingar um greiðslukort vistuð á netþjónum okkar.

Við notum vafrakökur (cookies) til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo getum við betur komið til móts við þá. Vafrakökur eru upplýsingaforrit sem vafra forrit vista á notendatölvum. Þær hafa ákveðið gildistímabil og renna út af því loknu.

Íslensk persónuverndarlög kveða á um að allir notendur vefsvæðisins geti gert breytingar á skráðum upplýsingum um sig hvenær sem er. Ef viðskiptavinur óskar eftir að breyta eða eyða upplýsingum sínum og tengdum gögnum er hann beðinn um að hafa samband við okkur á netfangið rml@rml.is.is eða í síma 5165000 . Þú getur einnig sent póst á eftirfarandi póstfang: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Óseyri 2, 603 Akureyri.

Til að tryggja öryggi persónugreinanlegu upplýsinganna þinna upplýsum við starfsfólk RML um reglur okkar varðandi persónuvernd og öryggi og framfylgjum með ströngum hætti öryggisráðstöfunum innan fyrirtækisins.

Með notkun á heimasíðu okkar samþykkja viðskiptavinir okkar persónuverndarstefnu okkar og breytingar sem kunna að verða á henni.

Persónuverndarstefna okkar var síðast uppfærð 25. maí 2018.