Erfðamengisúrval


Erfðamengisúrval er úrvalsaðferð sem byggist á að greina þétt erfðamörk (SNP) á skilgreindum svæðum tiltekinna litninga og áhrif þeirra á eiginleika ræktunarmarkmiðsins í erfðahópnum. Þannig hefur verið greindur verulegur fjöldi skilgreindra merkigena sem tekist hefur að staðsetja og tengja við magnerfðavísa (QTL) sem stýra þeim eiginleikum sem eftirsóknarverðir þykja.

Þessar greiningar má síðan nota til útreiknings (erfðamengis-)kynbótamats eða erfðamats (GEBV) en til þess þarf að greina þau SNP sem hafa áhrif á þann eiginleika sem verið er að skoða. Fjöldi aðferða er notaður til að meta kynbótagildi gripa út frá tengslum við arfgerðargreiningar og svipfarsmælingar. Þar getur verið um að ræða BLUP-aðferðir en oftar virðast Bayes-aðferðir gefa nákvæmara mat sem er í samræmi við það að áhrif mismunandi gena á eiginleika eru talsvert breytileg.

Erfðamengisúrval eykur kynbótaframfarir vegna aukins öryggis á kynbótamati, aukins úrvalsstyrkleika og styttingu kynslóðabils. Það hefur sýnt sig vera sérlega hagnýtt við kynbætur eiginleika með lágt arfgengi og þeirra sem eru mælanlegir seint á æviskeiði gripanna. Þá er mikilvægt að hafa í huga að öryggi kynbótamats föður og móður verður hið sama sem þýðir að val nautsmæðra verður mun öruggara en áður.

Erfðamat má reikna út strax eftir fæðingu en til þess að fá fram nothæft kynbótamat þarf ákveðinn lágmarksfjölda arfgerðargreindra gripa sem jafnframt hafa góðar svipfarsmælingar. Þar var í fyrstu horft til afkvæmaprófaðra nauta en á síðari árum hafa verið þróaðar aðferðir til nota arfgerðargreiningar og svipfarsmælingar á kúm í þessu skyni. Það hefur gjörbreytt stöðu lítilla kúakynja til þess að hagnýta sér erfðamengisúrval.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vann í samstarfi við Bændasamtök Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólann í Árósum, Landssamband kúabænda og Auðhumlu að innleiðingu erfðamengisúrvals í íslenskri nautgriparækt frá árinu 2017 til haustsins 2022. Hér fyrir neðan má nálgast lesefni um framvindu verkefnisins.

Frekara fróðleik má nálgast í eftirtöldum greinum/fréttum/myndböndum:

Upptaka af fræðslufundi um erfðamengisúrval 7. nóvember 2022 

Guðmundur Jóhannesson. 2022. Fyrstu keyrslu á erfðamati lokið - erfðamengisúrval tekur við. Frétt á rml.is 26. okt.

Guðmundur Jóhannesson. 2022. DNA-sýnataka úr kvígum vegna erfðamengisúrvals. Bændablaðið 7. apr.

E. Gautason, G. Sahana, B. Guldbrandtsen og P. Berg. 2022. Optimum contribution selection in a dairy cattle population with different relationship matrices. Í WCGALP 2022 Programme book. Wageningen Academic Publishers, pp. 4. World Congress on Genetics Applied to Livestock Production, Rotterdam, Holland, 3. júlí 2022.

Guðmundur Jóhannesson. 2021. DNA-sýnataka vegna erfðamengisúrvals. Bændablaðið 4. nóv.

Egill Gautason, Goutam Sahana, Guosheng Su, Baldur Helgi Benjamínsson, Guðmundur Jóhannesson, Bernt Guldbrandtsen. 2021. Short Communication: Investigation of the feasibility of genomic selection in Icelandic Cattle, Journal of Animal Science, skab139, https://doi.org/10.1093/jas/skab139

Baldur Helgi Benjamínsson, Egill Gautason og Guðmundur Jóhannesson. 2021. Erfðamengisúrval getur aukið erfðaframfarir um 50%. Bændablaðið 12. maí.

Egill Gautason. 2021. Skyldleikarækt og erfðabreytileiki í íslenska kúastofninum. Bændablaðið 29. apríl.

Egill Gautason o.fl. 2021. "Genomic inbreeding and selection signatures in the local dairy breed Icelandic Cattle", Animal Geneticshttps://doi.org/10.1111/age.13058

Guðmundur Jóhannesson. 2021. Sýnataka vegna erfðamengisúrvals í gangi. Frétt á rml.is 29. janúar.

Egill Gautason. (mbl.is). 2020, 19. des. Úti á túni (hlaðvarp). 

Egill Gautason. 2020. Incorporation of GWAS data on genomic prediction accuracies assessed in the small, unadmixed, unstructured population of Icelandic dairy cattle. Veggspjald á 6. alþjóðlegu ráðstefnunni um búfjárkynbætur (6th International Conference of Quantitative Genetics), Brisbane, Ástralíu, 2.-12. nóv. 2020.

Egill Gautason. 2020. Skyldleikarækt í íslenska kúastofninum. Nautaskrá vetur 2020.

Egill Gautason. 2020. Erfðaleg sérstaða íslenskra kúa. Bændablaðið 6. feb.

Bændablaðið. 2020. Staðfest að uppruninn er norrænn og mestur skyldleiki er við sænskt kúakyn og þrjú finnsk. 9. janúar.

Egill Gautason o.fl.. 2019. Relationship of Icelandic cattle with Northern and Western European cattle breeds, admixture and population structure. Acta Agriculturae Scandinavica, Section A - Animal Science 69(1-2): 25-38. doi.org/10.1080/09064702.2019.1699951.

Guðmundur Jóhannesson. 2019. Ætternisleiðréttingar á grunni arfgerðargreininga. Bændablaðið 7. nóv.

Egill Gautason. 2019. Erfðamengjakynbætur íslenskra kúa. Nautaskrá vetur 2019.

Egill Gautason. 2018. Innleiðing erfðamengjaúrvals. Bændablaðið 19. nóv.

Baldur Helgi Benjamínsson. 2018. Söfnun vefjasýna vegna erfðamengisúrvals. Bændablaðið 9. maí.

Baldur Helgi Benjamínsson. 2017. Söfnun vefjasýna gengur vel. Bændablaðið 25. okt.

Baldur Helgi Benjamínsson. 2016. Áfram um erfðamengi. Bændablaðið 22. des.

Jón Viðar Jónmundsson. 2010. Úrval útfrá erfðamengi (genomic selection) í nautgriparækt. Fræðaþing landbúnaðarins 2010: 103-108.