Örmerkingar

Samkvæmt 11 gr reglugerðar 916/2012 skal örmerkja öll hross. Öll ásetningsfolöld skulu örmerkt við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Folöld, sem slátrað er fyrir 10 mánaða aldur, skulu auðkennd þannig að fæðingarnúmer móður sé gefið upp við slátrun.

Eftirtaldir starfsmenn RML koma að örmerkingum

  • Anna Guðrún Grétarsdóttir, Óseyri 2, 603 Akureyri. S: 516-5005 / agg(hjá)rml.is 
  • Eyþór Einarsson, Aðalgötu 21, 550 Sauðárkrókur. S: 516-5014 / ee(hjá)rml.is
  • Halla Eygló Sveinsdóttir, Austurvegi 1, 800 Selfoss. S: 516-5024 / halla(hjá)rml.is
  • Harpa Birgisdóttir, Húnabraut 13, 540 Blönduós. S: 516-5048 / harpa@rml.is
  • Pétur Halldórsson, Ormsvelli 1, 860 Hvolsvöllur. S: 516-5038 / petur(hjá)rml.is 
  • Steinunn Anna Halldórsdóttir, Langanesvegi 1, 680 Þórshöfn. S: 516-5045 / sah(hjá)rml.is 
  • Þorvaldur Kristjánsson, Hagatorg 1, 107 Reykjavík. S: 516-5000 / thk(hjá)rml.is

Sala á örmerkjabókum
Bækurnar eru einungis seldar þeim sem hafa réttindi til að örmerkja, rétt eins og örmerkin sjálf. Merkingamönnum er óheimilt að lána öðrum merki eða bækur. Hægt er að fá sendar bækur í pósti og er þá hægt að ganga frá greiðslu með millifærslu eða netgreiðslu. Bækurnar eru eingöngu afhentar gegn staðgreiðslu. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að hringja í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á viðkomandi starfsstöð.

Örmerkjabækur eru seldar á eftirfarandi starfsstöðvum RML

Hægt er að skila inn útflylltum einstaklingsmerkingarblöðum á öllum starfsstöðvum RML. 

Leyfi til örmerkinga
Tilgangur örmerkinga er að tryggja sem best rétta upprunaskráningu og sönnun á eignarrétti. Matvælastofnun sér nú um leyfisveitingar til örmerkingamanna og getur innkallað slík leyfi ef skráning á merkingum skilar sér ekki eins og til er ætlast. Leyfi sem Bændasamtök Íslands hafa áður gefið út gilda áfram en þeir sem ljúka námskeiði í örmerkingum frá og með þessu ári (2017) þurfa að sækja um leyfi Matvælastofnunar að námskeiði loknu til að geta keypt örmerki og stundað þessa starfsemi.

Eingöngu er heimilt að nota örmerki til ísetningar og aflestrar sem hafa verið viðkennd af Matvælastofnun. Gerð hefur verið krafa um að söluaðilar örmerkja skrái hverjum þeir selja hvaða merki. Aðeins þannig er hægt að rekja örmerkingar sem ekki hafa verið skráðar.

Nauðsynlegt er að hafa skilvirkt eftirlit með örmerkingum til að tryggja að öll hross landsins séu skráð og örmerkt. Það er erfiðleikum bundið að meðhöndla hross sem ekki eru örmerkt (ekki hægt að skrá lyfjameðhöndlun í HEILSU) sem felur í sér hættu á að á lög um velferð dýra séu virt að vettugi. Ekki er hægt að selja slík hross né setja í sláturhús. Síðast en ekki síst ógnar tilvist óskráðra og óörmerktra hrossa öllum útflutningi á hrossum og afurðum þeirra.

Örmerkingarmenn/konur verða heilbrigðisstarfsmenn dýra líkt og dýralæknar.

Nánari upplýsingar um námskeiðshald veitir Sigríður Björnsdóttir sigridur.bjornsdottir(hjá)mast.is hjá Matvælastofnun.

Hér á landi er heimilt að nota eftirfarandi tegundir örmerkja í hross:
DESTRON/INDEXEL, DATAMARS: Vistor hf
AEG: Bræðurnir Ormsson ehf.
PET-ID: Icepharma hf