Persónuverndarstefna RML

Yfirlýsing um persónuvernd

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er einkahlutafélag í 100% eigu Bændasamtaka Íslands. Starfsstöðvar eru á 12 stöðum á landinu, lögheimili er að Óseyri 2, 603 Akureyri.

Fyrirtækinu RML er umhugað um persónuvernd og vill að þú vitir hvernig við söfnum, notum og birtum upplýsingar. Þessi stefna um persónuvernd lýsir verklagi okkar hvað varðar þær upplýsingar sem við söfnum í gegnum starfsemi okkar.

Með því að veita okkur persónuupplýsingar eftir að hafa kynnt þér persónuverndarstefnuna okkar, samþykkir þú skilmála og skilyrði stefnunnar.

Samkvæmt gildandi lögum um vernd gagna, samningum um deilingu gagna og hvenær sem farið er fram á slíkt, getum við veitt starfsmönnum okkar upplýsingar um persónuupplýsingar þínar óskir þú eftir þjónustu fyrirtækisins.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vinnur með persónugreinanleg gögn um einstaklinga og vistar í upplýsingakerfum sínum. RML leggur ríka áherslu á að tryggja, með margvíslegum hætti, trúnað, áreiðanleika, örugga og ábyrga meðferð upplýsinga. Um er að ræða persónugreinanleg gögn er varðar starfsmenn og viðskiptavini. RML vistar og vinnur eingöngu með þau gögn sem nauðsynleg eru starfsemi sinnar vegna og heimilt er að vinna með samkvæmt lögum, samningum við aðila eða upplýstu samþykkti einstaklinga og annarra þeirra sem að verkefnum koma. RML hefur tryggt vörslu og vinnslu allra gagna á þann veg að þau séu varin með tryggum hætti. Einungis þeir sem hafa til þess skilgreindar heimildir fá aðgang að viðeigandi gögnum. Þeir geta unnið með gögnin, uppfært, eða breytt. Óviðkomandi geta ekki skoðað gögnin.

Gögnin eru afrituð og þannig tryggt að mikilvæg gögn séu ætíð til staðar og glatist aldrei. Jafnframt leitast RML ávallt við að tryggja réttleika gagna sinna. Komi í ljós að upplýsingar séu rangt skráðar, eru þær uppfærðar. RML veitir einstaklingum sem eftir því óska, aðgang að upplýsingum um þau persónugögn sem fyrirtækið vistar og/eða vinnur með um einstaklinginn uppfylli sú ósk lagaákvæði persónuverndarlaga.

Hvernig hafa skal samband við okkur

Ef þú hefur einhverjar spurningar um stefnu okkar um persónuvernd, skaltu hafa samband við okkur á eftirfarandi hátt:

  1. Þú getur sent okkur tölvupóst á: rml@rml.is
  2. Þú getur hringt í síma 516 5000
  3. Þú getur sent póst á eftirfarandi póstfang: Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Óseyri 2, 603 Akureyri.