Landbúnaðarbyggingar

Frá hugmynd að fjósi – Bændur eru vanir að bjarga sér sjálfir og vera sjálfstæðir, en það er öllum hollt að fá utanaðkomandi aðila að máli sem hefur eingöngu hagsmuni bóndans fyrir brjósti, sérstaklega þegar svo mikilvæg framkvæmd er í gangi.

Aðkoma RML getur verið á marga vegu allt eftir óskum viðskiptavinar en gott væri ef hægt væri að vinna þetta eftir þessu líkani:

  1. Rekstrargreining - Nauðsynlegt er að fá nákvæma rekstrargreiningu áður en farið er af stað í framkvæmdir svo hægt sé að meta í hver greiðslugeta búsins er.
  2. Hönnun – Teiknuð er afstöðumynd af núverandi húsi og breytingum eða nýbyggingu, teikning er síðan sent til teiknistofu sem klárar lokateikningar
  3. Kostnaðarmat og styrkumsókn – Búið er til gróft kostnaðarmat og sótt um fjárfestingarstuðning
  4. Kostnaðaráætlun kláruð – Þegar búið er að fullvinna teikningar er gerð nákvæm kostnaðaráætlun.
  5. Fjármögnun – Rekstrargreining ásamt kostnaðaráætlun nýtist vel þegar sótt er um fjármagn hjá fjármagnsstofnunum.
  6. Verkáætlun og tilboðsgerð – Nauðsynlegt er að vera með tilbúna verkáætlun og leita tilboða svo að óvæntur kostnaður komi ekki í bakið á mönnum.
  7. Samið við söluaðila og verktaka – Nauðsynlegt er að semja við verktaka og söluaðila um afhendingartíma og fara yfir hvernig fjárstreymi er á milli aðila.
  8. Eftirfylgni með framkvæmdum – Ef viðskiptavinur óskar þess þá er RML tilbúið að fylgjast með framkvæmdum og aðstoða ef samningar eða áætlanir eru að fara úr skorðum. Best er að grípa strax inní ef áætlanir ætla ekki að standast og finna lausnir svo kostnaður verði ekki of mikill.
  9. Úttekt á framkvæmdum – Lokaúttekt á húsnæði og farið yfir hvort innréttingar séu rétt stilltar o.sv.fr.