Reglur til hliðsjónar við val á verðlaunahrútum og ræktunarbúum

Besti lambafaðirinn
Valinn er hæsti hrútur samkvæmt BLUP kynbótamati þar sem gerðin vegur 50% og fallþungi bein áhrif 50%.
Lágmörk kynbótamats:
Fita 95 stig
Fallþungi – mæðra áhrif 95 stig
Frjósemi 95 stig
Hrúturinn þarf að eiga að lágmarki 30 afkvæmi með kjötmatsupplýsingar. Meðaleinkunn fyrir gerð þarf að vera að lágmarki 9,8 og að einkunn fyrir fitu liggja á bilinu 5,4 til 8,0.
Hrúturinn þarf að eiga afkvæmi á síðasta framleiðsluári.
Hrútur sem ber einhverja galla, sem annaðhvort koma fram í einstaklingsdómi eða fyrir liggur að hann beri erfðagalla, er ekki gjaldgengur til verðlauna. (Hér er t.d. átt við hrúta sem hlotið hafa í einstaklingsdómi einkunnina 7 eða lægra fyrir haus, fætur eða samræmi).

Besti alhliðahrúturinn
Valinn er sá hrútur sem stendur hæstur í heildareinkunn kynbótamats (Vægi: Gerð 25%, Fita 5%, Fallþungi – bein áhrif 20%, Fallþungi mæðraáhrif 20% og frjósemi 30%).
Lágmörk kynbótamats:
Gerð 105 stig
Fita 95 stig
Fallþungi bein áhrif 105
Fallþungi mæðraáhrif 105 stig
Frjósemi 100 stig
Áður en heildareinkunn er reiknuð er sett þak á kynbótamat fyrir frjósemi við 120 stig.
Hrúturinn þarf að eiga upplýsingar um 10 dætur. Hrútur sem ber einhverja galla, sem annaðhvort koma fram í einstaklingsdómi eða fyrir liggur að hann beri erfðagalla, er ekki gjaldgengur til verðlauna. (Hér er t.d. átt við hrúta sem hlotið hafa í einstaklingsdómi einkunnina 7 eða lægra fyrir haus, fætur eða samræmi).

Besta fjárræktarbúið
Valið byggt á heildareinkunn kynbótamats (Vægi: Gerð 25%, Fita 5%, Fallþungi – bein áhrif 20%, Fallþungi mæðraáhrif 20% og frjósemi 30%).
Þegar heildareinkunn er reiknuð er fyrst sett þak á kynbótamat fyrir frjósemi við 120 stig hjá þeim kindum sem hafa kynbótamta yfir 120 stigum.
Kynbótamat byggir á fullorðnum ám
Sama búið getur ekki hlotið verðlaunin nema á 5 ára fresti.
Lágmörk kynbótamats:
Gerð 100 stig
Fita 95 stig
Fallþungi – bein áhrif 100 stig
Fallþungi – mæðraáhrif 100 stig
Mjólkurlagni 100 stig
Frjósemi 100 stig
Lágmarkskröfur um afurðir:
Lágmarkseinkunn fyrir gerð 9,8
Einkunn fyrir fitu 5,4 til 8,0
Lágmarks hlutfall gerðar og fitu 1,3

Leið 1:

  • Fædd lömb – fullorðnar ær 1,9 lamb pr. á
  • Lömb til nytja – fullorðnar ær 1,71 lamb pr. á
  • Lágmarks afurðir eftir allar ær (fullorðnar og veturgamlar) séu yfir landsmeðaltali á verðlaunaárinu.
  • Fædd lömb – veturgamlar ær 0,9

Leið 2:

  • Lágmarks afurðir eftir allar ær (fullorðnar og veturgamlar) sé yfir 30 kg
  • Nytjahlutfalla allra fæddra lamba á búinu (eftir fullorðnar ær og veturgamlar) sé 90% eða hærra.

Að lágmarki séu 100 skýrslufærðar fullorðnar ær á búinu.

Rökstuðningur: Síur eru settar varðandi gerð, fitu og afurðir eftir hverja á, til að tryggja að viðkomandi bú sé að skila góðum afurðum. Fyrir gerð er miðað við 9,8 en þar er miðað við bú sem nær allri framleiðslunni í R og þar af 60% í U. Fitumörkin miðað við að megin hluti framleiðslu búsins séu innan fituflokka 2 og 3 sem eru þeir flokkar sem ber að stefna á í framleiðslunni samkvæmt ræktunarmarkmiðinu. Lágmörk varðandi hlutfall gerðar og fitu eru nálægt landsmeðaltali. Lágmörk varðandi afurðir eftir hverja kind séu miðaðar við landsmeðaltal hvert ár. Ekki eru gerðar hér meiri kröfur um afurðir eftir hverja á til þess að minnka áhrif búsetu og sláturtíma. Að sama búið geti ekki hlotið verðlaunin nema á 5 ára fresti stuðlar að því að fleiri en færri hljóti þessa hvatningu.

Besta 5 vetra ærin
Verðlaunuð er sú kind sem hæst kynbótamat hefur fyrir fallþunga (fallþunig – mæðraáhrif) og uppfyllir ákveðin skilyrði.
Verðlaunin eru fyrir 5 vetra ær (að baki liggja 5 arfurðauppgjör).
Kröfur til þeirra áa sem til álita koma:
Lágmarks kynbótamat fyrir gerð: 100 stig
Lágmarks kynbótamat fyrir fitu: 95 stig
Lágmarks kynbótamat fyrir fallþungi beináhrif: 100 stig
Lágmarks kynbótatamt fyrir frjósemi: 100 stig
Kindin hefur átt a.m.k. 1 lamb veturgömul
Kindin hefur verið a.m.k. tvílembd árlega (2vetra til 5 vetra)
Kindin hefur skilað a.m.k. 8 lömbum til nytja
Kindin hefur a.m.k. 7,5 afurðastig

Almennt um verðlaunareglurnar
Sé verið að nota þessar reglur innan minni hópa getur vel komið upp sú staða að enginn hrútur eða ekkert bú standist lágmarkskröfur.
Þá verður að nota þessi viðmið til hliðsjónar og slaka sem jafnast á öllum kröfum.
Reglurnar skulu endurskoðaðar í apríl ár hvert þannig að taka megi inn fleiri þætti eftir því sem auknar upplýsingar verða aðgengilegar og eins ef ástæða þykir að breyta kröfum í samræmi við framþróun í ræktunarstarfinu.

Samþykkt í fagráði í mars 2023
Síðast uppfært 31.03.2023