Merkingar hrossa

Samkvæmt 11 gr reglugerðar 916/2012 skal örmerkja öll hross. Öll ásetningsfolöld skulu örmerkt við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Folöld, sem slátrað er fyrir 10 mánaða aldur, skulu auðkennd þannig að fæðingarnúmer móður sé gefið upp við slátrun.

Eftirtaldir starfsmenn RML koma að örmerkingum: 

 • Anna Guðrún Grétarsdóttir, Óseyri 2, 603 Akureyri. S: 516-5005 / agg(hjá)rml.is 
 • Eyþór Einarsson, Aðalgötu 21, 550 Sauðárkrókur. S: 516-5014 / ee(hjá)rml.is
 • Halla Eygló Sveinsdóttir, Austurvegi 1, 800 Selfoss. S: 516-5024 / halla(hjá)rml.is
 • Harpa Birgisdóttir, Húnabraut 13, 540 Blönduós. S: 516-5048 / harpa(hjá)rml.is
 • Linda Margrét Gunnarsdóttir, Óseyri 2, 603 Akureyri. S: 516-5009 / linda(hjá)rml.is
 • Pétur Halldórsson, Austurvegi 4, 2. hæð, 860 Hvolsvöllur. S: 516-5038 / petur(hjá)rml.is 
 • Steinunn Anna Halldórsdóttir, Langanesvegi 1, 680 Þórshöfn. S: 516-5045 / sah(hjá)rml.is 
 • Þorvaldur Kristjánsson, Hagatorg 1, 107 Reykjavík. S: 516-5000 / thk(hjá)rml.is

Sala á örmerkjabókum: 
Bækurnar eru einungis seldar þeim sem hafa réttindi til að örmerkja, rétt eins og örmerkin sjálf. Merkingamönnum er óheimilt að lána öðrum merki eða bækur. Hægt er að fá sendar bækur í pósti og er þá hægt að ganga frá greiðslu með millifærslu eða netgreiðslu. Bækurnar eru eingöngu afhentar gegn staðgreiðslu. Nánari upplýsingar er hægt að fá með því að hringja í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á viðkomandi starfsstöð.

Örmerkjabækur eru seldar á eftirfarandi starfsstöðvum RML: 

Hægt er að skila inn útflylltum einstaklingsmerkingarblöðum á öllum starfsstöðvum RML.

Á Íslandi er heimilt að nota eftirfarandi tegundir örmerkja í hross:

 • Datamars - Söluaðili: Vistor hf, vistor@vistor.is , S: 535-7000
 • Destron Fearing/LifeChip -  Söluaðili: Vistor hf, vistor@vistor.is , S: 535-7000
 • Faread - Söluaðili: Björn Þór Baldursson, stassa@simnet.is , S: 896-1250