Loftslag og umhverfi

Helstu grunnstoðir og velgengni í landbúnaði byggja á umhverfisþáttum og notkun náttúruauðlinda. Með sjálfbærri landnýtingu og umhverfisvænum búskaparháttum geta bændur geta gengt lykilhlutverki í mótvægisaðgerðum vegna losunar á gróðurhúsaloftstegundum og hnignunar á líffræðilegum fjölbreytileika.

RML veitir víðtæka og fjölbreytta ráðgjöf í loftslags – og umhverfismálum.

Þjónusta og ráðgjöf RML á sviði náttúruverndar, loftslags- og umhverfismál er m.a.:

  • Ráðgjöf á sviði umhverfismála til bænda
  • Miðlun upplýsinga til stjórnvalda
  • Rannsóknarvinna vegna umhverfismats vegna framkvæmda
  • Mat á áhrifum umhverfisaðgerða á landbúnað
  • Gerð og samantekt landupplýsinga
  • Aðstoð við aðlögun að breyttum búskaparháttum og/eða aðstæðum