Markmið

Markmið RML

  • Að allir bændur landsins eigi kost á sambærilegri ráðgjöf af sömu gæðum, án tillits til búsetu eða búgreinar.
  • Að laga leiðbeiningarþjónustuna að breyttum kröfum og þörfum bænda og samfélags.
  • Að tryggja ráðunautum skilyrði og umhverfi til þess að veita bændum öfluga leiðbeiningarþjónustu.
  • Að stuðla að virkri hagnýtingu á færni ráðunautanna og að þeir búi yfir nýjustu þekkingu og séu vel menntaðir.
  • Að ráðunautar séu áhugasamir og eftirsóknarverðir samstarfsaðilar bænda.
  • Að fyrirtækið viðhaldi jákvæðri afstöðu viðskiptavina og áhuga bænda á að nýta sér aðkeypta ráðgjöf.
  • Að skapa eftirsóknarverðar ráðgjafastöður ásamt góðum starfsskilyrðum.
  • Að tryggja hagkvæma nýtingu opinberra fjárframlaga.