Val nauta í ræktunarstarfinu

Naut sem koma til greina til notkunar í sameiginlegu ræktunarstarfi í nautgriparækt þurfa að vera undan nautsmæðrum og nautsfeðrum. 

Nautsmæður eru kýr sem standast kröfur um kynbótaeinkunn samkvæmt skilgreindum ræktunarmarkmiðum og hafa góðan útlitsdóm en nautsfeður eru reynd naut sem skarað hafa fram úr öðrum nautum í sínum árgangi.  

Nautkálfarnir eru skoðaðir af ráðunautum við fæðingu auk þess sem mæðurnar eru metnar m.t.t. endingar og heilbrigiðs.  Réttskapaðir efnilegir kálfar eru keyptir til uppeldis og fluttir í sóttkví á Nautastöðina á Hesti þar sem þeir eru í um 4 vikur. Að þeim tíma lðinum eru þeir færðir til uppeldis á sjálfri Nautastöðinni. Í uppeldinu er fylgst með þroska þeirra og vexti auk þess sem frammistaða mæðra þeirra er áfram til skoðunar. Gripum sem ekki þroskast eðlilega er fargað. 

Við eins árs aldur eða um það bil, er mat lagt á það hvort nautkálfur sé hæfur til sæðistöku.  Hraustir og heilbrigðir kálfar sem sýna góðan þroska eru teknir í sæðistöku. 

Á Nautastöðinni fer fram sæðistaka ungnauta, naut sem ekki gefa sæði eða gefa lélegt sæði eru felld.  Miðað er við að teknir séu um 6000 skamtar úr hverju ungnauti og um 900 skamtar séu sendir út vegna afkvæmaprófunar

Úr hverjum nautaárgangi eru vali naut til áframhaldandi notkunar í ræktunarstarfinu út frá niðurstöðum afkvæmarannsókna þar sem metin er frammistaða dætra nautana.