Reglur um nafngiftir í WF

FEIF Reglur varðandi nafngiftir
Hestaeigendur geta skráð nafn og uppruna á hrossin sín í WorldFeng. Hross verður að nefna áður en þau eru sýnd í kynbótadómi eða í keppni sem er skráð í WorldFeng og ekki er hægt að breyta því þar eftir. Einnig er ekki hægt að breyta nafni á hrossi eftir að það er komið með skráð afkvæmi í WorldFeng.

Hestaeigendur geta haft nafnabanka WorldFengs (listi með samþykktum nöfnum) til viðmiðunar við nafngjöf, en sé það nafn sem þeir hafa í huga ekki í nafnabankanum, geta þeir sótt um leyfi fyrir nafninu (í gegnum skrásetjara viðkomandi landa). Nafni sem hlýtur samþykki er bætt inn í nafnabankann.

Eftirtaldar reglur gilda um nafngiftir á hrossum sem skráð eru í WorldFeng:

  • Nöfn sem eru skráð í WorldFeng eiga að vera á íslensku og samræmast íslenskum rithætti og málfræðireglum.
  • Nöfn þurfa að vera í karlkyni fyrir stóðhesta/geldinga og kvenkyni fyrir hryssur, hvorugkyns orð eru ekki leyfileg sem nöfn. Nöfn sem eingöngu samanstanda af skammstöfunum eru ekki leyfileg.
  • Nöfn sem eru ruddaleg eða hafa klúra meiningu, nöfn sem þykja ekki smekkleg eða eru dónaleg gagnvart trúar-, eða þjóðfélagslegum hópum eru ekki leyfð.
  • Forsetning sem samsvarar íslensku forsetningunni „frá“ á tungumáli viðkomandi lands skal vera notað; íslensku forsetninguna „frá“ eða
  • forsetninguna „fra“ má líka nota.