Fræðsla

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins býður kúa- og nautgripabændum upp á margs konar fræðslumöguleika, einkum og sér í lagi á formi útgáfu, funda og námskeiða.

Fundir nautgriparæktarfélaga. Hefð er fyrir því að ráðunautar komi á fundi nautgriparæktarfélaga og kynni þar niðurstöður skýrsluhalds, naut sem í notkun eru auk ýmiss konar fræðsluerinda sem tengjast nautgriparæktinni.

Námskeið. Hægt er að skipuleggja námskeið með tiltölulega skömmum fyrirvara, sérsniðin að óskum þátttakenda. Þannig er hægt að setja upp bæði dags námskeið sem og lengri námskeið um til dæmis fóðrun, frjósemi, kynbætur, skýrsluhald, stillingar mjaltaþjóna og fleira.

Fjarfundir. Ráðunautar RML eru tilbúnir til þátttöku í bæði styttri og lenggri fjarfundum. Hægt er að skipuleggja fjarfundi með skömmum fyrirvara um tiltekin málefni eða fá okkur til þátttöku í fundum um ákveðin málefni.

Fjósloftið. RML hóf reglubundna stutta fjarfundi fyrir kúabændur vorið 2020. Um er að ræða tilraunaverkefni með stuttum, 20-30 mínútna fundum um tiltekið málefni hverju sinni. Notaður er fjarfundabúnaðurinn Microsoft Teams og geta þáttakendur auðveldlega tengst án þess að hafa forritið uppsett í sinni tölvu. Ef vel tekst til verður Fjósloftinu framhaldið haustið 2020. Fundirnir eru á miðvikudögum kl. 13:00-13:30.

Dagskrá Fjósloftsins vorið 2020:
15. apríl: Atferli kúa í lausagöngufjósum
22. apríl: Hjarðstýring á mjaltaþjónabúum 
29. apríl: Framtíðarhorfur mjólkurframleiðslunnar
6. maí: Grasprótein