Heiðrun.is

Skýrsluhaldsforrit geitfjárræktarinnar heitir Heiðrún og byggir það á sama grunni og Fjárvís. Frá árinu Geitfjárskýrslur hafa frá árinu 2017 allar verið færðar í Heiðrúnu. Bændur geta valið um að skrá skýrslur sínar sjálfir eða sent þær inn til RML til skráningar.

Til að uppfylla skilyrði um gripagreiðslur, samkvæmt núgildandi búvörusamningi, þarf skýrsluskilum í Heiðrúnu að vera lokið eigi síðar en 12. desember ár hvert. Gripagreiðslur eru greiddar 1. mars árið eftir og er framkvæmd á því í höndum Matvælastofnunnar.

Þeir sem þurfa aðstoð við skráningu geta haft samband við Steinunni Önnu Halldórsdóttur hjá RML. Þeir sem velja að skila inn skýrslum fremur en að skrá þær sjálfir í Heiðrúnu, geta sent skýrslurnar til:

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins,
bt. Steinunn Anna Halldórsdóttir
Langanesvegur 2
680 Þórshöfn

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
bt. Eyþór Einarsson
Borgarsíðu 8
550 Sauðárkrókur