Heiðrun.is

Skýrsluhaldsforrit geitfjárræktarinnar heitir Heiðrún (heidrun.is) og byggir það á sama grunni og Fjárvís. Frá árinu 2017 verða allar geitfjárskýrslur  færðar í Heiðrúnu.  Bændur geta valið um að skrá skýrslur sínar sjálfir eða sent þær inn til RML til skráningar.

Til að uppfylla skilyrði um gripagreiðslur, samkvæmt núgildandi búvörusamningi, þarf skýrsluskilum í Heiðrúnu að vera lokið eigi síðar en 12. desember ár hvert (Undantekning er gerð fyrir framleiðsluárið 2016, en skýrslur fyrir það ár þurfa að berast fyrir 1. mars 2017 ).
Gripagreiðslur eru greiddar 1. mars árið eftir og er framkvæmd á því í höndum Matvælastofnunnar.

Sótt er um aðgang að Heiðrúnu.is hjá Tölvudeild Bændasamtaka Íslands (s:563-0300 /tolvudeild@bondi.is) eða í gegnum Bændatorgið. Það er gert með því að smella á Heiðrúnu þar sem heiti forritanna birtast undir „Mín kerfi“.

Þeir sem þurfa aðstoð við skráningu geta haft samband við RML. Best er að snúa sér til Lárusar G. Birgissonar.

Þeir sem velja að skila inn skýrslum fremur en að skrá þær sjálfir í Heiðrúnu, geta sent skýrslurnar á:
Lárus G. Birgisson, Hvanneyrargata 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes / lgb@rml.is /516-5000.
Eyþór Einarsson, Aðalgata 21, 550 Sauðárkrókur / ee@rml.is / 516-5000.

Innheimt er samkvæmt verðskrá Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins fyrir vinnu.