Hvernig get ég prófað mjólkurmælana?

Til þess að mælingar á nyt kúnna verði sem réttastar þarf að athuga hvort mjólkurmælarnir mæli rétt og ef svo er ekki þarf að stilla þá. Við mælum með að það sé gert a.m.k. einu sinni ári.

Á heimasíðu ICAR (International Committee for Animal Recording) er að finna leiðbeiningar um hverning prófa má og stilla þær gerðir mjólkurmæla sem samtökin hafa samþykkt. ICAR er samstarfsvettvangur allra helstu mjólkurframleiðsluþjóða heims varðandi samræmdar reglur um skráningu kúa og mælingar á nyt og efnamagni úr einstökum gripum. Skjalið sem vísað er á hér að neðan inniheldur leiðbeiningar fyrir flesta þá mjólkurmæla sem í notkun eru hérlendis. Skjalið er á ensku en ef aðstoðar er þörf varðandi þýðingu á einstökum atriðum hafið þá samband við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.  Athugið að þarna er líka að finna leiðbeiningar fyrir DeLaval og Lely mjaltaþjóna.

Periodic checking of approved meters. Hints for the sample taker and farmer.