Jörð.is

Jörð (jord.is) er veflægt skýrsluhaldskerfi í jarðrækt. Með Jörð geta bændur m.a. gert vandaðar áburðaráætlanir á grunni áburðarþarfar og síðan borið saman margar mismunandi áætlanir með tilliti til áburðarverðs og efnainnihalds. Túnkortagrunnur BÍ og Jörð eru nátengd. Ef bændur láta ráðunauta teikna fyrir sig túnkort eða þegar jarðabótaúttektir eru teiknaðar í Túnkortagrunn BÍ, þá geta bændur skoðað loftmynd af viðkomandi túnum á jord.is. Túnkort er forsenda þess að réttar túnastærðir séu notaðar við áburðarútreikninga í kerfinu.

Skýrsluhaldið nær til grunnskráningar um túnin, skráninga á uppskeru, ræktun, ástandi, áburðargjöf og notkunar á varnarefnum. Einnig heldur kerfið utan um niðurstöður efnagreininga á heyi og jarðvegi. Jörð er þannig eitt af verkfærum sem bændur nota við áætlanagerð og ákvarðanatöku í búrekstrinum.

Hægt er að panta áskrift að forritum og einnig er þjónusta við notendur forrita BÍ hjá tölvudeild alla virka daga frá kl. 8:30 – 15:00 í síma 563-0300 eða á tolvudeild[hjá]bondi.is. 

Ef aðstoðar er þörf við færslu skýrsluhalds geta ráðunautar RML aðstoðað. 

Kortagrunnur ráðunauta