Worldfengur.com

WorldFengur (www.worldfengur.com) er upprunaættbók íslenska hestsins. WorldFengur safnar saman upplýsingum um íslenska hesta innan landa FEIF (alþjóðasamtaka eigenda íslenska hestsins) í einn viðurkenndan miðlægan gagnagrunn sem er aðgengilegur á vefnum. Í Worldfeng er hægt að finna upplýsingar um íslenska hestinn hvar sem er í heiminum.

Í WorldFeng er að finna viðamiklar upplýsingar um á þriðja hundrað þúsund íslenskra hesta og fjölgar þeim á hverjum degi. Til dæmis má finna upplýsingar um ættartölu, afkvæmi, kynbótadóma, eigendur, ræktendur, kynbótamat, liti, örmerki og fleira. Einnig hefur WorldFengur að geyma um 5.000 myndir af kynbótahrossum.

Starfsmenn RML vinna við skráningar í forritinu ásamt því að veita viðskiptavinum þjónustu skv. gjaldskrá RML.

Aðgang að forritinu er hægt að panta í gegnum worldfengur.com undir tenglinum nýr notandi. Félagsmenn í hestamannafélögum og hrosssaræktarsamtökum fá frían aðgang að forritinu. Vinsamlegast hafið samband við ykkar félag til að fá aðganginn.  Nánari upplýsingar varðandi aðgang að forritinu er hægt að fá hjá Bændasamtökum Íslands. 

Worldfengur - upprunaættbók íslenska hestsins