Worldfengur.com

WorldFengur er upprunaættbók íslenska hestsins. WorldFengur safnar saman upplýsingum um íslenska hesta innan landa FEIF (alþjóðasamtaka eigenda íslenska hestsins) í einn viðurkenndan miðlægan gagnagrunn sem er aðgengilegur á vefnum. Í Worldfeng er hægt að finna upplýsingar um íslenska hestinn hvar sem er í heiminum.

Í WorldFeng er að finna viðamiklar upplýsingar um á þriðja hundrað þúsund íslenskra hesta og fjölgar þeim á hverjum degi. Til dæmis má finna upplýsingar um ættartölu, afkvæmi, kynbótadóma, eigendur, ræktendur, kynbótamat, liti, örmerki og fleira. Einnig hefur WorldFengur að geyma um 5.000 myndir af kynbótahrossum.

Hægt er að panta áskrift að forritum og einnig er þjónusta við notendur forrita alla virka daga í síma 516 5000 eða í gegnum netfangið tolvudeild(hjá)rml.is.

Worldfengur - upprunaættbók íslenska hestsins