Námskeið

RML býður upp á nokkur námskeið er tengjast hrossum og hrossarækt. Upplögð námskeið fyrir hestamanna- og/eða ræktunarfélög.

Fóðrun hrossa
Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir fóðrun og umhirðu á reiðhestum árið um kring. Hvaða fóður skal gefa, á hvaða tíma og hversu mikið. Kennt að meta holdarfar og farið yfir holdstigun.

Heilsufræði hrossa
Lærum að lesa hestinn okkar og hvernig bregðast eigi við ef hann sýnir einkenni um t.d., hrossasótt, holdhnjóska, hlandstein, múkk eða fótamein. 

Bygging hrossa/kynbótadómar
Boðið upp á ítarlega fræðslu um þau atriði sem horft er til þegar metnir eru eiginleikar byggingar og hvernig þeir eru dæmdir. Farið yfir reglur kynbótasýninga og hvernig best er að stilla upp hrossi í byggingadómi. Bókleg og verkleg kennsla. 

Worldfengur
Farið yfir helstu þætti Worldfengs sem nýtast hinum almenna notanda, s.s. ættargrúsk, leit, valparanir og fleira gagnlegt. Kennt á heimaréttina og hvað hún hefur upp á að bjóða og aðstoð við skil á skýrslum.