Fagfundur nautgriparæktarinnar

Fagfundur nautgriparæktarinnar verður haldinn fimmtudaginn 23. október 2025 í Ásgarði á Hvanneyri og hefst kl. 13:00.

Fundur er haldinn á vegum Fagráðs í nautgriparækt og er öllum opinn. Fundinum verður einnig streymt á netinu og fundarhlekkur kemur síðar.

Dagskrá:

13.00 Frá fagráði – Þórarinn Leifsson, formaður Fagráðs í nautgriparækt

13.10 Kynbótaskipulag með erfðamengisúrvali fyrir lítil kúakyn – Þórdís Þórarinsdóttir, RML og Jón Hjalti Eiríksson, LbhÍ

13.30 Kjörerfðaframlög – Egill Gautason, LbhÍ

13.50 Umræður

14.00 Notkun fjarkönnunargagna við mat á uppskeru - Þórey Gylfadóttir, RML

14.20 Erfðaorsakir kálfadauða, Egill Gautason, LbhÍ

14.40 Tilraunagripir tala: Hvað lærum við af fóðrun og kjötrannsóknum? - Ditte Clausen, RML

15.00 Kyngreint sæði, niðurstöður tilraunar með venjulegt og kyngreint sæði úr íslenskum nautum – Guðmundur Jóhannesson, RML

15.20 Umræður

15.40 Kaffihlé

16.00 Holdmærur í íslenskum nautgripum - Guðný Rut Pálsdóttir, Keldum

16.20 Hagrænar heildareinkunnir – Jón Hjalti Eiríksson, LbhÍ

16.40 Í upphafi skyldi endinn skoða, notkun pörunaráætlana með kyngreindu sæði – Guðmundur Jóhannesson, RML

17.00 Umræður

17.30 Lok fagfundar