Bændahópar - Skráning

Gert er ráð fyrir að hóparnir hittist fyrst í febrúar næstkomandi og hvor hópur mun hittast 6 sinnum. Aðeins tveir hópar fara af stað nú í upphafi, annar mun hittast á Suðurlandi og hinn á Norðurlandi. Viðfangsefnið verður það sama í báðum hópum, jarðrækt og bætt nýting áburðarefna. Kynningarverð fyrir þátttöku er 105.000.- kr, án vsk. Nánar má lesa um þessa nýju leið í ráðgjöf hér.

Síðasti dagur skráningar er 15. janúar 2023. Ef fleiri skrá sig en pláss er fyrir mun verða dregið úr innsendum skráningum. Skráningar berast Þóreyju Gylfadóttur.