Auglýst er eftir nýjum þátttakendum í nautgriparækt í verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður
13.05.2022
|
Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu.
Auglýst er eftir fimmtán þátttökubúum í nautgriparækt, til allt að fimm ára, sem hafa áhuga á að setja sér skriflega aðgerðaáætlun fyrir búreksturinn, hrinda markmiðum í framkvæmd og vera virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausnum.
Lesa meira