Lágmarksverð mjólkur og beingreiðslur

Afurðastöðvarverð meðalmjólkur til framleiðenda er 132,68 kr lítrinn. Gildir frá 1. janúar 2024. Álag vegna lífrænnar vottunar er 35% frá 1. nóvember 2021 en var áður 44,5%.

Afurðastöðvarverð mjólkur 1. október 2023 - 31. desember 2023: 129,76 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. júlí 2023 - 30. september 2023: 126,20 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. apríl 2023 - 30. júní 2023: 124,96 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. desember 2022 - 31. mar 2023: 119,77 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. september - 30. nóvember 2022: 116,99 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. apríl 2022 - 31. ágúst 2022: 111,89 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. desember 2021 - 31. mars 2022: 104,96 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. apríl 2021 - 30. nóvember 2021: 101,53 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. júní 2020 - 31. mars 2021: 97,84 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. jan. 2020 - 31. maí 2020: 92,74 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. sept. 2018 - 31. des. 2019: 90,48 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. janúar 2017 - 31. ágúst 2018: 87,40 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. júlí 2016 - 31. desember 2016: 86,16 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. ágúst 2015 - 30. júní 2016: 84,39 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. sept. 2013 - 31. júlí 2015: 82,92 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. júlí 2012 - 31. ágúst 2013: 80,43 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. júlí 2011 - 30. júní 2012: 77,63 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. feb. 2011 - 30. júní 2011: 74,38 kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. nóv. 2008 - 31. jan. 2011: 71,13  kr/l. 
Afurðastöðvarverð mjólkur 31. mars - 1. nóv. 2008: 64,00  kr/l.
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. jan.- 31. mars 2008: 49,96 kr/l. 
Afurðastöðvarverð mjólkur 1. nóv.- 31. des. 2007: 49,26 kr/l.

Efnainnihald meðalmjólkur
Efnainnihald meðalmjólkur (grundvallarmjólkur) er eftirfarandi frá 1. jan. 2024:

Fita = 4,23% og Prótein = 3,39%.

Vægi efnaþátta í afurðastöðvarverði mjólkur er eftirfarandi:

Fita = 50% og prótein = 50% (var fita = 25% og prótein = 75% til 31. desember 2013)

Verð á hverri fitu- og próteineiningu er því eftirfarandi frá 1. janúar 2024: 
Fita 15,6832 kr/ein. og prótein 19,5693 kr/ein.

Útreikningur á verði til framleiðenda er eftirfarandi: 
(15,6832 * F%) + (19,5693 * P%) = kr. á lítra mjólk. 
(15,6832 * fitueiningar í mánuðinum) + (19,5693 * próteineiningar í mánuðinum) = Samtals greitt fyrir mjólk innlagða í mánuðinum.

Greiðslur fyrir mjólk umfram greiðslumark
Frá 1. júní 2023 eru greiddar 85 kr. á hvern lítra mjólkur umfram greiðslumark. Á þetta verð er síðan reiknað gæðaálag, verðfelling og tekið tillit til efnainnihalds.
Frá 1. febrúar 2023 til 31. maí 2023 voru greiddar 75 kr. á hvern lítra mjólkur umfram greiðslumark.
Frá 1. ágúst 2022 til 31. janúar 2023 voru greiddar 100 kr. á hvern lítra mjólkur umfram greiðslumark.
Frá 1. maí 2022 til 31. júlí 2022 voru greiddar 80 kr. á hvern lítra mjólkur umfram greiðslumark.
Frá 1. janúar 2022 til 30. apríl 2022 voru greiddar 70 kr. á hvern lítra mjólkur umfram greiðslumark.
Fyrir umframmjólk ársins 2021 voru samkvæmt lokauppgjöri greiddar 45 kr/ltr til viðbótar sem byggði á fullu lágmarksverði fituhluta ásamt útflutningsverði á próteini á heimsmarkaði. Heildarverð fyrir umframmjólk ársins 2021 nam því 70 kr/ltr.
Frá 1. apríl 2021 til 31. desember 2021 voru greiddar 25 kr. á hvern lítra mjólkur umfram greiðslumark. 
Frá 1. ágúst 2020 til 31. mars 2021 voru greiddar 20 kr. á hvern lítra mjólkur umfram greiðslumark.
Frá 1. mars 2019 til 31. júlí 2020 voru greiddar 29 kr. á hvern lítra mjólkur umfram greiðslumark.
Greitt hefur verið fullt afurðastöðvaverð fyrir alla innlagða mjólk frá 1. október 2013. Frá 1. júlí 2016 var lagt sérstakt gjald á mjólk umfram greiðslumark að upphæð 20 kr. án vsk. á hvern lítra. Þetta gjald hækkaði í 35 kr. á lítra þann 1. janúar 2017, þann 1. desember 2017 í 40 kr., 1. apríl 2018 í 52 kr., 1. september 2018 í 57 kr. og 1. október 2018 í 60 kr.

Greiðslur fyrir úrvalsmjólk
Framleiðandi fær greitt aukalega 2%/lítra innlagðrar mjólkur í mánuðinum ef hún stenst allar kröfur um 1. flokk, auk þess sem;

  • faldmeðaltal frumutölu í mánuðinum er 200 þúsund frumur/ml eða lægra, mælt og reiknað sem faldmeðaltal fjögurra mælinga í mánuði,
  • beint meðaltal líftölu sé jafnt eða minna en 20.000 ein/ml, mælt og reiknað sem beint meðaltal mánaðarins, og
  • hámark frírra frírra fitusýra sé 0,9 mmol/l, reiknað sem faldmeðaltal mánaðar.

 

Fyrirmyndarbú
Frá og með 1. febrúar 2019 til 30. apríl 2020 greiðist 1% gæðaálag á afurðastöðvarverð til þeirra framleiðenda sem standast úttekt um "Fyrirmyndarbú". Greiðslur fyrir "Fyrirmyndarbúið" falla niður ef líftölumörk eru 50.000 eða hærri (faldmeðaltal).
Frá og með 1. janúar 2017 til 31. janúar 2019 var greitt 2% gæðaálag til þeirra framleiðenda sem stóðust úttekt um „Fyrirmyndarbú“. Framleiðandi sem framleiddi úrvalsmjólk og stóðst úttekt fékk því 4% álag á mjólkurverð á þeim tíma.
** Greiðslur fyrir "Fyrirmyndarbúið" falla niður frá og með 1. maí 2020**

Beingreiðslur

2024

Greiðsla út á greiðslumark er framlag ríkisins til framleiðenda mjólkur og greiðist mánaðarlega úr ríkissjóði til handhafa greiðslumarks, sbr. 55. gr. laga nr. 99/1993. Handhafi greiðslumarks fær 1. hvers mánaðar 1/12 hluta greiðslna út á greiðslumark, óháð framleiðslu, að því tilskildu að framleiðsla lögbýlisins sé a.m.k. 100% greiðslumarks á yfirstandandi verðlagsári. Greiðslur út á greiðslumark verða 2.680,3 m.kr. á árinu 2024 og greiðslumark mjólkur er 151.500.000 lítrar sem svarar til 17,69188 kr. á lítra.

Greiðslur á innvegna mjólk eru greiddar mánaðarlega á alla innvegna mjólk óháð greiðslumarki. Heildarupphæð árlegs stuðnings skiptist í 12 jafna hluta þannig að jafnhá upphæð er greidd í hverjum mánuði óháð framleiðslumagni. Upphæðin í hverjum mánuði deilist jafnt á alla innvegna lítra í þeim mánuði. Greiða skal 1. hvers mánaðar fyrir innlegg næstsíðasta mánaðar, í fyrsta sinn 1. mars 2024. Greiðslur út á innvegna mjólk verða 3.144,8 m.kr. á árinu 2024 sem svarar til 20,75802 kr. á lítra miðað við 151,5 millj. lítra framleiðslu.

 2023 (til samanburðar)

Greiðsla út á greiðslumark er framlag ríkisins til framleiðenda mjólkur og greiðist mánaðarlega úr ríkissjóði til handhafa greiðslumarks, sbr. 55. gr. laga nr. 99/1993. Handhafi greiðslumarks fær 1. hvers mánaðar 1/12 hluta greiðslna út á greiðslumark, óháð framleiðslu, að því tilskildu að framleiðsla lögbýlisins sé a.m.k. 100% greiðslumarks á yfirstandandi verðlagsári. Greiðslur út á greiðslumark verða 2.507,3 m.kr. á árinu 2023 og greiðslumark mjólkur er 149.000.000 lítrar sem svarar til 16,8273 kr. á lítra.

Greiðslur á innvegna mjólk eru greiddar mánaðarlega á alla innvegna mjólk óháð greiðslumarki. Heildarupphæð árlegs stuðnings skiptist í 12 jafna hluta þannig að jafnhá upphæð er greidd í hverjum mánuði óháð framleiðslumagni. Upphæðin í hverjum mánuði deilist jafnt á alla innvegna lítra í þeim mánuði. Greiða skal 1. hvers mánaðar fyrir innlegg næstsíðasta mánaðar, í fyrsta sinn 1. mars 2023. Greiðslur út á innvegna mjólk verða 2.941,9 m.kr. á árinu 2023 sem svarar til 19,7444 kr. á lítra miðað við 149 millj. lítra framleiðslu.

 2022 (til samanburðar)

Greiðsla út á greiðslumark er framlag ríkisins til framleiðenda mjólkur og greiðist mánaðarlega úr ríkissjóði til handhafa greiðslumarks, sbr. 55. gr. laga nr. 99/1993. Handhafi greiðslumarks fær 1. hvers mánaðar 1/12 hluta greiðslna út á greiðslumark, óháð framleiðslu, að því tilskildu að framleiðsla lögbýlisins sé a.m.k. 100% greiðslumarks á yfirstandandi verðlagsári. Greiðslur út á greiðslumark verða 2.261,7 m.kr. á árinu 2022 og greiðslumark mjólkur er 146.500.000 lítrar sem svarar til 15,4382 kr. á lítra.

Greiðslur á innvegna mjólk eru greiddar mánaðarlega á alla innvegna mjólk óháð greiðslumarki. Heildarupphæð árlegs stuðnings skiptist í 12 jafna hluta þannig að jafnhá upphæð er greidd í hverjum mánuði óháð framleiðslumagni. Upphæðin í hverjum mánuði deilist jafnt á alla innvegna lítra í þeim mánuði. Greiða skal 1. hvers mánaðar fyrir innlegg næstsíðasta mánaðar, í fyrsta sinn 1. mars 2022. Greiðslur út á innvegna mjólk verða 2.653,8 m.kr. á árinu 2022 sem svarar til 18,1144 kr. á lítra miðað við 146,5 millj. lítra framleiðslu.

 2021 (til samanburðar)

Greiðsla út á greiðslumark er framlag ríkisins til framleiðenda mjólkur og greiðist mánaðarlega úr ríkissjóði til handhafa greiðslumarks, sbr. 55. gr. laga nr. 99/1993. Handhafi greiðslumarks fær 1. hvers mánaðar 1/12 hluta greiðslna út á greiðslumark, óháð framleiðslu, að því tilskildu að framleiðsla lögbýlisins sé a.m.k. 100% greiðslumarks á yfirstandandi verðlagsári. Greiðslur út á greiðslumark verða 2.164 m.kr. á árinu 2021 og greiðslumark mjólkur er 145.000.000 lítrar sem svarar til 14,9238 kr. á lítra.

Greiðslur á innvegna mjólk eru greiddar mánaðarlega á alla innvegna mjólk óháð greiðslumarki. Heildarupphæð árlegs stuðnings skiptist í 12 jafna hluta þannig að jafnhá upphæð er greidd í hverjum mánuði óháð framleiðslumagni. Upphæðin í hverjum mánuði deilist jafnt á alla innvegna lítra í þeim mánuði. Greiða skal 1. hvers mánaðar fyrir innlegg næstsíðasta mánaðar, í fyrsta sinn 1. mars 2021. Greiðslur út á innvegna mjólk verða 2.561 m.kr. á árinu 2021 sem svarar til 17,6600 kr. á lítra miðað við 145 millj. lítra framleiðslu.

 2020 (til samanburðar)

Greiðsla út á greiðslumark er framlag ríkisins til framleiðenda mjólkur og greiðist mánaðarlega úr ríkissjóði til handhafa greiðslumarks, sbr. 55. gr. laga nr. 99/1993. Handhafi greiðslumarks fær 1. hvers mánaðar 1/12 hluta greiðslna út á greiðslumark, óháð framleiðslu, að því tilskildu að framleiðsla lögbýlisins sé a.m.k. 100% greiðslumarks á yfirstandandi verðlagsári. Greiðslur út á greiðslumark verða 2.108 m.kr. á árinu 2020 og greiðslumark mjólkur er 145.000.000 lítrar sem svarar til 14,5349 kr. á lítra.

Greiðslur á innvegna mjólk eru greiddar mánaðarlega á alla innvegna mjólk óháð greiðslumarki. Heildarupphæð árlegs stuðnings skiptist í 12 jafna hluta þannig að jafnhá upphæð er greidd í hverjum mánuði óháð framleiðslumagni. Upphæðin í hverjum mánuði deilist jafnt á alla innvegna lítra í þeim mánuði. Greiða skal 1. hvers mánaðar fyrir innlegg næstsíðasta mánaðar, í fyrsta sinn 1. mars 2020. Greiðslur út á innvegna mjólk verða 2.522 m.kr. á árinu 2020 sem svarar til 17,3935 kr. á lítra miðað við 145 millj. lítra framleiðslu.

 2019 (til samanburðar)

Greiðsla út á greiðslumark er framlag ríkisins til framleiðenda mjólkur og greiðist mánaðarlega úr ríkissjóði til handhafa greiðslumarks, sbr. 55. gr. laga nr. 99/1993. Handhafi greiðslumarks fær 1. hvers mánaðar 1/12 hluta greiðslna út á greiðslumark, óháð framleiðslu, að því tilskildu að framleiðsla lögbýlisins sé a.m.k. 95% greiðslumarks á yfirstandandi verðlagsári. Greiðslur út á greiðslumark verða 2.065 m.kr. á árinu 2019 og greiðslumark mjólkur er 145.000.000 lítrar sem svarar til 14,217 kr. á lítra.

Greiðslur á innvegna mjólk eru greiddar mánaðarlega á alla innvegna mjólk óháð greiðslumarki. Heildarupphæð árlegs stuðnings skiptist í 12 jafna hluta þannig að jafnhá upphæð er greidd í hverjum mánuði óháð framleiðslumagni. Upphæðin í hverjum mánuði deilist jafnt á alla innvegna lítra í þeim mánuði. Greiða skal 1. hvers mánaðar fyrir innlegg næstsíðasta mánaðar, í fyrsta sinn 1. mars 2019. Greiðslur út á innvegna mjólk verða 2.791 m.kr. á árinu 2019 sem svarar til 19,246 kr. á lítra miðað við 145 millj. lítra framleiðslu.

2018 (til samanburðar)

Greiðsla út á greiðslumark er framlag ríkisins til framleiðenda mjólkur og greiðist mánaðarlega úr ríkissjóði til handhafa greiðslumarks, sbr. 55. gr. laga nr. 99/1993. Handhafi greiðslumarks fær 1. hvers mánaðar 1/12 hluta greiðslna út á greiðslumark, óháð framleiðslu, að því tilskildu að framleiðsla lögbýlisins sé a.m.k. 95% greiðslumarks á yfirstandandi verðlagsári. Greiðslur út á greiðslumark verða 1.992 m.kr. á árinu 2018 og greiðslumark mjólkur er 145.000.000 lítrar sem svarar til 13,739 kr. á lítra.

Greiðslur á innvegna mjólk eru greiddar mánaðarlega á alla innvegna mjólk óháð greiðslumarki. Heildarupphæð árlegs stuðnings skiptist í 12 jafna hluta þannig að jafnhá upphæð er greidd í hverjum mánuði óháð framleiðslumagni. Upphæðin í hverjum mánuði deilist jafnt á alla innvegna lítra í þeim mánuði. Greiða skal 1. hvers mánaðar fyrir innlegg næstsíðasta mánaðar, í fyrsta sinn 1. mars 2018. Greiðslur út á innvegna mjólk verða 2.686 m.kr. á árinu 2018 sem svarar til 18,53 kr. á lítra miðað við 145 millj. lítra framleiðslu.

2017 (til samanburðar)

Greiðsla út á greiðslumark er framlag ríkisins til framleiðenda mjólkur og greiðist mánaðarlega úr ríkissjóði til handhafa greiðslumarks, sbr. 55. gr. laga nr. 99/1993. Handhafi greiðslumarks fær 1. hvers mánaðar 1/12 hluta greiðslna út á greiðslumark, óháð framleiðslu, að því tilskildu að framleiðsla lögbýlisins sé a.m.k. 90% greiðslumarks á yfirstandandi verðlagsári. Greiðslur út á greiðslumark verða 1.942 m.kr. á árinu 2017 og greiðslumark mjólkur er 144.000.000 lítrar sem svarar til 13,62 kr. á lítra.

Greiðslur á innvegna mjólk eru greiddar mánaðarlega á alla innvegna mjólk óháð greiðslumarki. Heildarupphæð árlegs stuðnings skiptist í 12 jafna hluta þannig að jafnhá upphæð er greidd í hverjum mánuði óháð framleiðslumagni. Upphæðin í hverjum mánuði deilist jafnt á alla innvegna lítra í þeim mánuði. Greiða skal 1. hvers mánaðar fyrir innlegg næstsíðasta mánaðar, í fyrsta sinn 1. mars 2017. Greiðslur út á innvegna mjólk verða 2.629 m.kr. á árinu 2017 sem svarar til 18,44 kr. á lítra miðað við 144 millj. lítra framleiðslu.

2016 (til samanburðar)

Beingreiðsla er framlag úr ríkissjóði til framleiðenda mjólkur og greiðist mánaðarlega úr ríkissjóði til handhafa beingreiðslna, sbr. 55. gr. laga nr. 99/1993. Beingreiðslur á verðlagsárinu 2016 verða 5.521,8 m.kr. og greiðslumark mjólkur er 136.000.000 lítrar. Beinar greiðslur á verðlagsárinu 2016 verða því að jafnaði 40,60 kr/ltr.  Dreifing beingreiðslna og fráviksmörk skulu vera með eftirfarandi hætti:

   a) 40% beingreiðslna skal greiða greiðslumarkshöfum óháð framleiðslu, að því tilskildu að framl­eiðsla lögbýlisins sé a.m.k. 80% greiðslumarks á tímabilinu. Greiða skal 1. hvers mánaðar, 1/12 hluta, í fyrsta sinn 1. janúar 2016.

    b) 35% beingreiðslna skal greiða greiðslumarkshöfum eftir framleiðslu allt að greiðslumarki hvers fram­leiðanda. Greiða skal 1. hvers mánaðar fyrir innlegg næstsíðasta mánaðar, í fyrsta sinn 1. mars 2016.

    c) 25% beingreiðslna skal ráðstafa til greiðslumarkshafa, vegna framleiðslu innan greiðslu­marks, eftir einstökum mánuðum, samkvæmt eftirfarandi: 
 

Janúar:  0% 
Febrúar: 0% 
Mars: 0% 
Apríl: 0% 
Maí: 0% 
Júní: 15% 
Júlí: 15% 
Ágúst: 15% 
September: 15% 
Október: 15% 
Nóvember: 15% 
Desember: 10%

 

Sjá nánar:

Reglugerð um stuðning í nautgriparækt nr. 348/2022 

Reglugerð um stuðning í nautgriparækt nr. 1252/2019 

Reglugerð um stuðning í nautgriparækt nr. 1261/2018 

Reglugerð um stuðning í nautgriparækt nr. 1181/2017 

Reglugerð um stuðning í nautgriparækt nr. 1150/2016 

Reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2016 

Reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2015 

Reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2014 

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1037/2013 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2014