SPROTINN 2019 - jarðræktarráðgjöf

SPROTINN er jarðræktarráðgjöf með það markmið að veita bændum markvissa ráðgjöf í nýtingu áburðarefna ásamt því að veita grunnþjónustu í jarðræktarskýrsluhaldi í jörð.is.

Lögð er áhersla á að einstaklingsmiða samsetningu ráðgjafarpakkans þannig að hægt sé að útfæra þjónustu eftir þörfum á hverju býli fyrir sig. Almennt er mælt með því að bændur á fyrsta ári notfæri sér jarðvegssýnatöku til þess að undirbyggja áburðaráætlun. Einn ráðunautur verður tengiliður við bóndann. Í sameiningu gera þeir áætlun um útfærslu á þjónustu.  

Þjónustuliðir í grunnpakka Sprota 2019

 • Aðstoð við skráningu á áburðargjöf og uppskeru í Jörð.is
 • Aðstoð við að viðhalda túnkorti og grunnupplýsingum um spildur í Jörð.is
 • Aðstoð við umsókn um jarðræktarstyrk og landgreiðslur eftir því sem við á
 • Greining á áburðarkostnaði út frá uppskeru
 • Áburðaráætlun fyrir árið 2020 unnin út frá upplýsingum sem safnað hefur verið saman í Jörð.is

Aðrir valbundnir þjónustuliðir í Sprota 2019

 • Jarðvegssýnataka og túlkun niðurstaðna
 • Ræktunaráætlun og úttekt á ræktarlandi
 • Túlkun og ráðgjöf er varðar efnagreiningu á búfjáráburði

Verð fyrir Sprota 2019 er 56.000 til 88.000 + vsk sem samsvarar 7-11 klst vinnu, allt eftir því hve stór pakki er valinn. Innheimt í árslok en þá er flestum verkþáttum lokið öðrum en áburðarætlun. Kostnaður við efnagreiningar ekki innifalinn

Miðað er við að bóndi fái eina til tvær heimsóknir frá ráðunaut eftir stærð pakka. Afsláttur þeirra sem taka þátt felst í að ekki er innheimt fyrir komugjöld.

Nánari upplýsingar um Sprotann

 • Sigurður Jarlsson jarðræktarráðunautur er í forsvari fyrir Sprotanum og sér um að útvega tengilið í samráði við bónda. 
 • Gengið er frá samsetningu pakkans samkvæmt óskum bóndans í samráði við tengilið. 

  Nánari upplýsingar um verkliði

 • Aðstoð við útfyllingu í Jörð.is: Útbúin er sérstök vinnumappa fyrir bóndann til skráningar á áburðargjöf og uppskeru.
 • Aðstoð við að viðhalda túnkorti og grunnupplýsingum: Tengiliðurinn sér um að túnkort sé uppfært og í takt við ræktun á hverjum tíma. Þá mun tengiliður halda utan um aðrar grunnupplýsingar um spildur eftir því sem upplýsingar liggja fyrir.
 • Aðstoð við umsókn um jarðræktarstyrk og landgreiðslur:  Tengiliður aðstoðar bónda við að sækja um þá styrki sem tengjast jarðrækt.
 • Áburðaráætlun: Unnin er áburðaráætlun út frá upplýsingum sem hafa safnast saman, þ.e. upplýsingar í Jörð.is, niðurstöður hey- og jarðvegsefnagreininga og úr vettvangsskoðun. Skýrsla um allar forsendur áætlunarinnar fylgir áburðaráætlun. 
 • Greining á áburðargjöf og uppskeru: Unnin er skýrsla þar sem allar spildur eru bornar saman með tilliti til áburðargjafar og uppskeru. Þannig er meðal annars reiknaður út áburðarkostnaður á kíló þurrefnis í uppskeru. 
 • Jarðvegssýnataka og skoðun á ræktun að hausti: Tengiliður skipuleggur jarðvegssýnatöku í samvinnu við bónda og sér til þess að jarðvegssýni verði tekið á tilsettum tíma. Í jarðvegssýnatökunni er litið eftir ástandi ræktunar í samráði við bónda. Kostnaður við efnagreiningar er ekki innifalinn í pakkanum.
 • Ræktunaráætlun: Ráðunautur skoðar ræktarlandið ásamt bónda. Við þá skoðun er almennt rætt um endurræktun, kölkun, framræslu og annað það sem bóndi vill helst skoða og ræða tengt jarðræktinni. Í kjölfarið er gerð ræktunaráætlun fyrir bújörðina. 
 • Túlkun og ráðgjöf er varða efnagreiningu á búfjáráburði: Ráðunautur veitir ráðgjöf um hvernig standa eigi að sýnasöfnun á búfjáráburði. Eftir að greining liggur fyrir túlkar ráðunautur niðurstöðurnar og tekur mið af þeim við gerð áburðaráætlunar. Kostnaður við efnagreiningar er ekki innifalinn í pakkanum.

Panta ráðgjöf