STABBI - fóðurráðgjöf

STABBI er fóðurráðgjöf - fóðuráætlun fyrir mjólkurkýr þar sem farið er yfir gróffóðurgæði á búinu og fundið út hvaða viðbótarfóður er heppilegt að gefa með út frá þeim markmiðum sem bóndi setur varðandi framleiðslu, nyt og efnainnihald.

Áætlanirnar miða af því að uppfylla næringarþarfi gripanna fyrir framleiðslu og með því að tryggja gott heilsufar og frjósemi, á sem hagkvæmastan hátt.

Gengið er út frá því að efnagreiningar á gróffóðri liggja fyrir.

Einn ráðunautur verður tengiliður við bóndann.  Í sameiningu gera þeir áætlun um útfærslu á þjónustunni.

Innifalið í STABBA er:

  • Fóðuráætlun: Unnin er fóðuráætlun fyrir bónda út frá þeim markmiðum sem hann/hún setur um framleiðsluna. Fóðuráætlun miðar alltaf að því að ná fram hagkvæmustu lausninni sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru í upphafi og heilbrigði gripa er ávalt haft að leiðarljósi. Fóðuráætlanir geta verið unnar miðað við einstaklingsfóðrun eða hópa, ekki er gert ráð fyrir því í þessum pakka að unnið sé með heilfóður eða þar sem verið er að prófa mismunandi hrávöru á móti gróffóðurgjöfinni heldur einungis einfalda kjarnfóðurgjöf á móti gróffóðrinu sem er til á bænum. (4 klst)
  • Túlkun á efnagreiningum: Farið er yfir niðurstöður efnagreininga og þær túlkaðar þar sem fram kemur hvernig heppilegast sé að nýta gróffóðrið, einnig er komið með tillögur að úrbótum fyrir næsta ár ef þurfa þykir. (1 klst)
  • Vöktun á efnainnihaldi og nyt: Ráðunautur fylgist með breytingum á nyt og efnainnihaldi mjólkur eftir því sem niðurstöður berast í Huppu og á Auðhumluvefnum og er í sambandi við bónda ef þurfa þykir og þá með tillögu að viðeigandi viðbrögðum er varða fóðrunina. (1-3 klst eftir því hvort þörf sé á endurútreikningum í kjölfar óæskilegra breytinga)
  • Heimsókn: Í heimsókn fer ráðunautur yfir fóðuráætlun og framkvæmd hennar með bónda. Í heimsókn horfir ráðunautur eftir holdafari hjá kúnum og fóðrunaraðstöðu og kemur með ábendingar sem eru í takt við framkvæmd áætlunarinnar. (1 klst)
Önnur atriði
  • Bændur geta haft samband við ráðunauta í fóður- eða þjónustuhóp sem þeir vilja að sé sinn tengiliður.  Ef þeir hafa ekki sér óskir um ráðunaut/eða viðkomandi ráðunautur getur ekki sinnt þessari beiðni, er bónda útvegaður tengiliður.  Í framhaldinu er bóndanum sendar upplýsingar um pakkann og samningur gerður um kaup á þjónustunni. 
  • Skilgreindur er viðmiðunartími fyrir hvert verk.  Ef vinna við viðkomandi verk krefst meiri tíma, þá er um að ræða gjaldskylda vinnu en bóndi er ávallt látinn vita áður en til þess kemur.
  • Tengiliðurinn heldur utan um þann tíma sem bóndinn nýtir og tilheyrir pakkanum, hvort sem um er að ræða ráðgjöf hjá viðkomandi ráðunaut eða öðrum innan RML.
Verð: Kr. 80.000 + vsk., greitt í einu lagi.