Skrá rekstargögn

Bókhaldið skapar grunninn og greining á því segir margt um búreksturinn. Margir bændur senda búrekstrargögn sín inn í rekstrargrunn okkar en alltaf er rúm fyrir fleiri. Samþykki fyrir því að nota þau í gagnagrunni til úrvinnslu á rekstrartölum búanna er mikilvægt svo þau nýtist til fulls. Saman byggjum við upp góðan grunn til hjálpar búrekstrar­greiningum, ÞVÍ FLEIRI bændur sem samþykkja að gögn þeirra séu notuð til að reikna út þessar rekstrartölur, ÞVÍ BETRA.

Best er að senda inn í grunninn við skil á virðisaukaskýrslunum og skattframtalinu – setja sendingu gagnanna inn í það verkferli.

Vertu með í liðinu – sendu inn gögnin og samþykki fyrir úrvinnslu þeirra !

Leiðbeiningar um hvernig senda á rekstrargögn.

  • Vertu inni í forritinu dkBúbót
  • Veldu "verkfæri" af valstikunni uppi
  • Veldu út frá því “gagnaflutningur”
  • Af þeim valmöguleikum sem þá birtast velurðu “dkBúbót”
  • Loks velurðu “Gagnagrunnur B͔ og þá birtist eftirfarandi valmynd


  • Athugaðu að ef þú hefur EKKI gefið samþykki fyrir úrvinnslu gagnanna þá þarftu að
    • Fara í flipann ofarlega hægra megin og “Sækja nánari upplýsingar á PDF formi”
    • Velja þar “Yfirlýsing”
    • Þá birtist skjal sem þarf að prenta út, skrifa undir og koma til ráðgjafa RML sem kemur því í réttan farveg.
    • GANGI ÞÉR VEL OG TAKK FYRIR