Bókhaldið skapar grunninn og greining á því segir margt um búreksturinn. Margir bændur senda búrekstrargögn sín inn í rekstrargrunn okkar en alltaf er rúm fyrir fleiri. Samþykki fyrir því að nota þau í gagnagrunni til úrvinnslu á rekstrartölum búanna er mikilvægt svo þau nýtist til fulls. Saman byggjum við upp góðan grunn til hjálpar búrekstrargreiningum, ÞVÍ FLEIRI bændur sem samþykkja að gögn þeirra séu notuð til að reikna út þessar rekstrartölur, ÞVÍ BETRA.
Best er að senda inn í grunninn við skil á virðisaukaskýrslunum og skattframtalinu setja sendingu gagnanna inn í það verkferli.
Vertu með í liðinu sendu inn gögnin og samþykki fyrir úrvinnslu þeirra !
Leiðbeiningar um hvernig senda á rekstrargögn.
- Vertu inni í forritinu dkBúbót
- Veldu "verkfæri" af valstikunni uppi
- Veldu út frá því gagnaflutningur
- Af þeim valmöguleikum sem þá birtast velurðu dkBúbót
- Loks velurðu Gagnagrunnur BÍ og þá birtist eftirfarandi valmynd

- Athugaðu að ef þú hefur EKKI gefið samþykki fyrir úrvinnslu gagnanna þá þarftu að
- Fara í flipann ofarlega hægra megin og Sækja nánari upplýsingar á PDF formi
- Velja þar Yfirlýsing
- Þá birtist skjal sem þarf að prenta út, skrifa undir og koma til ráðgjafa RML sem kemur því í réttan farveg.
- GANGI ÞÉR VEL OG TAKK FYRIR