Haustskýrslur

Nú er tími haustskýrslna en síðasti skiladagur á þeim er 20. nóv. nk.  Á heimasíðu RML má finna leiðbeiningar sem ætlaðar eru búfjáreigendum sem vilja sjálfir skrá sínar haustskýrslur.
Leiðbeiningarnar eru tvíþættar og miðast annars vegar við þá aðila sem skila skýrslu í gegnum Bústofn og hins vegar þá aðila sem skila skýrslu eingöngu í gegnum hjarðbók WorldFengs.
Þeir sem ekki hafa tök á að skila sínum haustskýrslum sjálfir, geta fengið til þess aðstoð hjá starfsfólki RML. Fyrir slíka þjónustu er innheimt samkvæmt verðskrá RML. 
Athygli skal vakin á því að 20. nóvember ber núna upp á laugardag.

Opnunartími hjá RML er 08-16 virka daga nema föstudaga, þá er opið 08-12.

Athugið að einnig er hægt að senda fyrirspurnir til okkar í gegnum netspjallið hér á heimasiðunni.

Verðskrá RML

Leiðbeiningar og nánari upplýsingar

 

/hh