Aflestur spattmynda stóðhesta fimm vetra og eldri
30.01.2026
|
Árið 2004 ákvað fagráð í hrossarækt að grípa til aðgerða til að lækka tíðni spatts í hrossastofninum með úrvali, enda hafði verið sýnt fram á að um arfgengan sjúkdóm væri að ræða. Úrvalið byggir á röntgenmyndatöku af hæklum stóðhesta og samræmdum aflestri þeirra. Í rúm 20 ár hefur skráning á niðurstöðu röntgenmyndatöku í WF verið forsenda þess að stóðhestar 5 vetra eða eldri geti mætt í kynbótadóm.
Lesa meira