Fréttir

Verndandi arfgerðin ARR fundin

Straumhvörf í sauðfjárrækt á Íslandi og baráttunni við riðuveiki – Fundin er hin klassíska verndandi arfgerð (ARR) gegn riðuveiki í sauðfé. Hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé, ARR, hefur nú fundist í fyrsta sinn í íslenskri kind. Þetta er stórmerkur fundur, því hér er um að ræða arfgerð sem er alþjóðlega viðurkennd sem verndandi og unnið hefur verið með í löndum Evrópusambandsins við útrýmingu riðu með góðum árangri.
Lesa meira

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á riðuveiki. RML, Keldur, Karólína í Hvammshlíð og hópur ótrúlega áhugasamra erlendra vísindamanna hafa komið að verkefnum sem m.a. miða að því að leita í stofninum að verndandi arfgerðum. Öll þessi vinna miðar að því að hafa fleiri verkfæri í baráttunni við riðuveiki með það að markmiði að útrýma henni.
Lesa meira

Dagatal RML 2022

Dagatal RML er komið út og er þessa dagana að berast viðskiptavinum. Dagatalið inniheldur upplýsingar um RML og einnig er þar minnt á ýmislegt sem snýr að búskapnum. Dagatalið var unnið af starfsfólki RML en prentsmiðjan Pixel sá um prentunina. Viðbrögðin við dagatalinu hafa verið mjög góð og er það von okkar að það komi að góðum notum.
Lesa meira

Viðar vinsælastur

Sauðfjársæðingarnar þennan veturinn gengu ágætlega fyrir sig. Veðurguðirnir voru okkur að mestu leyti hliðhollir og dreifing sæðis gekk því vel. Að þessu sinni hafði sæðingastöðin í Þorleifskoti vinninginn í vinsældum. Útsendir skammtar þaðan voru 19.880.
Lesa meira

Tafir á sýnatöku vegna erfðamengisúrvals

Í haust kynntum við að fyrirhugað væri að hefja DNA-sýnatöku úr öllum kvígum vegna erfðamengisúrvals í nautgriparækt nú um áramótin. Því miður verða tafir á þeirri fyrirætlan þar sem unnið er að uppfærslu búnaðar í Noregi til þess að geta framleitt viðkomandi merki fyrir Ísland. Vonast er til þess að framleiðsla geti hafist fyrir lok febrúar.
Lesa meira

Breytingar á verðskrá RML 2022

Frá og með 1. janúar 2022 munu notendagjöld skýrsluhaldsforrita hækka. Einnig munu lægsta þrep flokks í fjárvís 1-10 gripir og lægsta þrep í jörð  0-12,99 ha. verða tekin af og tvö þrep verða því í stað þriggja í báðum forritum. Þetta er gert til að samræma  verðskrá við önnur forrit s.s. Huppu þar sem engin þrepaskipting er.  Kostnaður vegna reksturs forrita er nánast sá sami óháð fjölda búfjár/ha á bak við hvern notenda
Lesa meira

Opnunartími um jól og áramót og viðvera á skrifstofu

Stjórn og starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins senda bændum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Skrifstofur RML verða lokaðar á aðfanga- og gamlársdag. Ekki er viðvera á öllum starfsstöðvum á Þorláksmessu eða milli jóla og nýárs, þ.e. 27. - 30. des. Síminn 5165000 er opinn samkvæmt venju 27.-30 desember og hægt er að senda okkur tölvupóst á rml (hjá)rml.is Opnum aftur á nýju ári mánudaginn 3. janúar 2022. Hafið það gott yfir hátíðarnar. Stjórn og starfsfólk RML
Lesa meira

Metár í útflutningi hrossa árið 2021

Árið 2021 voru flutt út alls 3341 hross.  Metár frá því 1996 var slegið en þá fóru alls 2841 hross í útflutning.   Af þessum 3341 hrossum eru 361 stóðhestar, 1426 geldingur og 1554 hryssur.  845 hross fóru í útflutning með A-vottun.  A-vottun fær hross þegar bæði hrossið og foreldrar þess eru erfðagreind með DNA greiningu og sönnun um ætterni liggur því fyrir.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum nóvember

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 498 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.845,6 árskúa á búunum 498 reyndist 6.369 kg eða 6.488 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Mælingar hrossa - Myndband

Öll hross sem koma til kynbótadóms eru mæld í aðdraganda byggingardóms, alls 13 mælingar með hófamálum, auk þess sem litið er eftir almennu heilbrigði og holdafar kvarðað. Mælingarnar geta undirbyggt og stutt dómsorð og einkunnir fyrir einstaka þætti byggingar auk þess sem staðlaðar mælingar ár frá ári eru mikilvægar heimildir um þróun í stofninum og dýrmæt gögn til rannsókna- og þróunarstarfs.
Lesa meira