Fréttir

Upplýsingar um níu ungnaut til viðbótar

Nú eru komnar upplýsingar um níu ungnaut til viðbótar á nautaskra.net. Þessi naut eru öll fædd 2019 og meðal þeirra er að finna fyrstu syni Sjarma 12090, Hálfmána 13022 og Stera 13057 sem koma til dreifingar. Þessi naut eru Tindur 19025 frá Hvanneyri undan Sjarma 12090 og Syllu 1747 Klettsdóttur 08030, Gormur 19026 frá Sökku undan Sjarma 12090 og Gormu 1011 Baldadóttur 06010,
Lesa meira

Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa

Fimmtudaginn 12. nóvember stóð Fagráð í lífrænum búskap fyrir málþinginu “Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa”. Fjallað var um ýmsar hliðar á lífrænni ræktun og umhverfismálum; jarðvegsgerðir og kolefnisbindingu, lífrænan áburð, möguleika lífrænt vottaðra íslenskra afurða – og heilnæmi þeirra – og hagnýt atriði varðandi aðlögun að lífrænum búskap. Samhljómur var í fyrirlesurum um að brýn þörf sé á betri nýtingu lífrænna úrgangsefna.
Lesa meira

DNA sýni hrossa

Vetrarmánuðir eru kjörtími til að sinna DNA-stroksýnatökum úr þeim hrossum sem stefnt er með í kynbótadóm að vori. Starfsmenn RML og dýralæknar vítt og breitt um landið annast stroksýnatökur og sýnin eru greind af þekkingarfyrirtækinu Matís í Reykjavík. Stroksýni eru tekin úr nösum örmerktra hrossa. Þá er einnig tilvalið fyrir eigendur ungra stóðhesta að huga að öllum forsendum DNA-ætternissönnunar í tíma.
Lesa meira

Villa í haustuppgjöri Fjárvís

Á næstu dögum munu notendur Fjárvís verða varir við breytingar í haustuppgjörum sínum þar sem öll haustuppgjör frá árinu 2015 verða endurreiknuð. Ástæðan er villa í kóðanum sem reiknar uppgjörið.
Lesa meira

Námskeið – gæðastýring í sauðfjárrækt

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur fyrir námskeiði fyrir nýja þátttakendur í gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu. Námskeiðið er rafrænt og fer fram fimmtudaginn 14. janúar. Skráning fer fram á afurd.is (AFURÐ – greiðslukerfi landbúnaðarins) og þar undir umsóknir – sauðfjárrækt – Námskeið gæðastýring. Á námskeiðinu er m.a. farið yfir reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu (nr. 511/2018), farið í grundvallaratriði varðandi sauðfjárbúskap og skýrsluhald og fjallað um landnýtingu og landbótaáætlanir.
Lesa meira

Nýr starfsmaður

Bjarni Sævarsson hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem tölvunarfræðingur á Fjármála- og tæknisviði og er í 100% starfshlutfalli. Starfsstöð hans er í Reykjavík. Við bjóðum Bjarna velkominn til starfa hjá RML. Síminn hjá Bjarna er 516-5000 og netfangið er bjarni@rml.is.
Lesa meira

Þríeykið í Borgarnesi vinsælast

Sauðfjársæðingavertíðin gekk vel í nýliðnum desembermánuði. Veðurfar var hagstætt til flutninga á sæði út um landið en oft hefur ófærð sett strik í reikninginn. Þá fékk hrútakosturinn góðar viðtökur og jukust sæðingar talsvert á milli ára. Útsendir skammtar frá sæðingastöðvunum voru samanlagt 37.297 talsins og fjölgar þeim milli ára um 6.044 skammta. Heldur fleiri skammtar voru sendir út frá Borgarnesi en frá Þorleifskoti þetta árið. Frá Borgarnesi voru sendir út 19.097 skammtar en Þorleifskot 18.200.
Lesa meira

Vegna umræðna um „Plast í íslenskum landbúnaði – leiðir og kostnaður við að draga úr notkun heyrúlluplasts“

Nýlega útgefin skýrsla RML um plast í íslenskum landbúnaði hefur vakið miklar og gagnlegar umræður. Umræður um loftslags- og umhverfismál eru þörf, og þökkum við fyrir alla þá athygli sem þessi vinna hefur fengið. Það hafa vaknað nokkrar spurningar hjá áhugasömum um þessi mál og val á forsendum í reiknilíkani sem kynnt er í skýrslunni.
Lesa meira

Plastnotkun í íslenskum landbúnaði

Undanfarin misseri hefur RML unnið að verkefni sem felur í sér greiningu á plastnotkun við heyöflun á Íslandi og um leið sett upp líkan til að reikna út gróffóðurkostnað við mismunandi heyöflunaraðferðir svo hægt sé að leggja mat á fýsileika þeirra heyverkunaraðferða sem stuðla að minni plastnotkun. Niðurstöður verkefnisins hafa verið settar fram í skýrslu þar sem meðal annars er sett fram greining á sex mismunandi heyöflunaraðferðum með hliðsjón af kostnaði og plastnotkun.
Lesa meira