Fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í mars hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lestur að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var um eða eftir hádegið þ. 11. apríl 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 545 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 103 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.694,1 árskýr á fyrrnefndum 545 búum var 6.237 kg á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á búunum sem skýrslur höfðu borist frá var 47,1.
Lesa meira

Angus-kálfarnir á Stóra-Ármóti dafna vel

Aberdeen Angus kálfarnir hjá NautÍs í einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti eru rólegir og dafna vel en þeir eru vigtaðir á tveggja vikna fresti. Þeir Draumur, Vísir og Týr voru þyngstir þegar vigtað var þann 21. mars s.l. Draumur er orðinn 374 kg og hefur því verið að þyngjast um 1.742 gr á dag til jafnaðar frá fæðingu. Vísir er 360 kg en hann hefur verið að þyngjast um 1.576 gr og Týr er 343 kg og hefur því þyngst um 1.508 gr á dag.
Lesa meira