Sækja þarf um söluleyfi lamba fyrir 1. júlí
24.06.2025
|
Þeir sem stefna að því að kaupa eða selja lömb í haust þurfa að hafa í huga að sækja þarf um leyfi hjá Matvælastofnun (MAST) fyrir tilsettan tíma.
Frestur til að sækja um söluleyfi er til 1. júlí. Bændur á líflambasölusvæðum hafa fengið söluleyfin ótímabundið. Þeir sem eru með slík leyfi ættu að vera tilgreindir á lista yfir bú með söluleyfi á heimasíðu MAST. Á líflambasölusvæðunum eru það því aðeins þeir bændur sem ekki hafa haft slík leyfi hingað til eða misst þau sem þurfa að muna að sækja um leyfi.
Lesa meira