Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn júní

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar síðustu 12 mánuði, þegar júnímánuður hefur runnið sitt skeið, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar nokkuð var liðið á dag þann 11. júlí. Hér á eftir er farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en mun meiri upplýsingar er að finna í töflum þeim sem tengill er í neðst í fréttinni. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 422 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.234,5 árskúa á búunum 422 var 6.547 kg. eða 6.799 kg. OLM
Lesa meira

Lambadómar haustið 2025

Móttaka á pöntunum á lambadómum er nú hafin. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður. Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 20. ágúst svo skipuleggja megi vinnuna með sem hagkvæmustum hætti. Ef ekki liggur fyrir í hvaða viku á að skoða lömbin upp úr miðjum ágúst er vakin athygli á því að hægt er að panta lambaskoðun án þess að panta ákveðna viku. Þeir bændur og skipuleggjendur verða þá í samráði með tímasetningu í framhaldinu og skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2025 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er víða lítil viðvera á starfsstöðvum RML vegna sumarleyfa starfsfólks. Því getur verið að erindi fái ekki afgreiðslu fyrr en að þeim loknum í byrjun ágúst. Aðalnúmer RML 516-5000 er opið sem hér segir:  Mánudaga – fimmtudaga; kl 9-12 og 13-16. Föstudaga; kl 9-12. Eftir hádegi á föstudögum er lokað.
Lesa meira

Skráningar á síðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar mánudaginn 14. júlí kl. 9:00. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna á heimasíðu RML. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn.
Lesa meira

Prentun á vor- og haustbókum - verðbreyting

Talsverð hækkun hefur orðið á kostnaði við prentun á vor- og haustbókum og verð á þeim til bænda mun því hækka úr 3000 í 3500 kr. án/vsk.  Vor- og haustbækur eru prentaðar í prentsmiðju og verð á þeim er stillt þannig að það endurspegli raunkostnað við prentun og póstkostnað við sendingu út til bænda. 
Lesa meira

Framlengdur skráningafrestur á miðsumarsýningu á Rangárbökkum

Skráningafrestur á miðsumarsýningu á Rangárbökkum, dagana 28. júlí til 1. ágúst, hefur verið framlengdur til miðnættis miðvikudagsinn 9. júlí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar.
Lesa meira

Framlengdur skráningafrestur á miðsumarssýningu á Akureyri

Skráningafrestur á miðsumarssýningu á Akureyri hefur verið framlengdur til miðnættis miðvikudagsinn 9. júlí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar.
Lesa meira

Varðandi greiningar á þokugeni

Aðeins hefur borist af fyrirspurnum varðandi greiningar á þokugeni (frjósemiserfðavísi í kindum) og skal því rifjað upp hvernig fyrirkomulagið á þeim er núna. Í vor var boðið upp á tilboð á þessum greiningum þar sem hægt var að senda inn sýni til RML eða fá viðbótargreiningu á eldri sýni sem höfðu verið greind hjá Matís eða ÍE. En þessar þokugreiningar voru framkvæmdar hjá Matís. Þetta var tímabundið tilboð í vor.
Lesa meira

Veðurmælingar og mygluspá fyrir kartöflubændur

Líkt og undanfarin ár þá starfrækir RML þrjár sjálfvirkar veðurstöðvar sem tengdar eru við mygluspárkerfi Euroblight í Danmörku. Stöðvarnar eru staðsettar í Þykkvabæ, Eyjafirði og Hornafirði nærri ræktunarsvæðum kartöflubænda. Með mygluspánni geta bændur fylgst með mygluhættu jafnóðum og þannig beitt markvissari og öruggari vörnum gegn kartöflumyglu.
Lesa meira

Sækja þarf um söluleyfi lamba fyrir 1. júlí

Þeir sem stefna að því að kaupa eða selja lömb í haust þurfa að hafa í huga að sækja þarf um leyfi hjá Matvælastofnun (MAST) fyrir tilsettan tíma. Frestur til að sækja um söluleyfi er til 1. júlí. Bændur á líflambasölusvæðum hafa fengið söluleyfin ótímabundið. Þeir sem eru með slík leyfi ættu að vera tilgreindir á lista yfir bú með söluleyfi á heimasíðu MAST. Á líflambasölusvæðunum eru það því aðeins þeir bændur sem ekki hafa haft slík leyfi hingað til eða misst þau sem þurfa að muna að sækja um leyfi.
Lesa meira