Fréttir

Yfirlit á síðsumarssýningu í Borgarnesi 22. ágúst

Yfirlitssýning í Borgarnesi fer fram miðvikudaginn 22.ágúst stundvíslega kl 8:00. Í dóm í dag, þriðjudag, mættu 34 hross og 31 hross í reið- eða fullnaðardóm. Skiptast þessi 31 hross í 15 holl á yfirliti og sjá má hollaröðun í skjali sem fylgir með hér í fréttinni.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum júlí

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í júlí hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru fyrir hádegi þann 17. ágúst, höfðu skýrslur borist frá 544 búum. Reiknuð meðalnyt 25.589,9 árskúa á þessum búum, var 6.343 kg á síðustu 12 mánuðum og reiknaðist hin sama og fyrir mánuði síðan.
Lesa meira

Hollaröðun Hólar - síðsumarssýning kynbótahrossa

Kynbótasýning verður á Hólum í Hjaltadal dagana 21. til 23. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 21. ágúst. Yfirlitssýning verður síðan á fimmtudeginum 23. ágúst. Alls eru 68 hross skráð á sýninguna.
Lesa meira