Bógkreppa – erfðapróf
12.11.2025
|
Þeir sem vilja fá framkvæmt erfðapróf fyrir bógkreppu nú fyrir fengitíma eru hvattir til að senda inn sýni sem fyrst, en nú er verið að safna í sýnakeyrslu á þeim sýnum sem greina þarf fyrir fengitíma. Stefnt er að því að sýni sem verða komin til RML í síðasta lagi 17. nóvember verði komin með niðurstöður eigi síðar en 4. desember, niðurstöður verða síðan lesnar inn í Fjárvís.
Lesa meira