Fréttir

Baldur Örn Samúelsson kominn til starfa

Baldur Örn Samúelsson hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði og verður með aðsetur á Hvanneyri. Baldur mun sinna jarðræktar- og fóðurráðgjöf. Hægt er að ná í Baldur í síma 5165084 og í gegnum netfangið baldur@rml.is. Við bjóðum Baldur velkominn til starfa.
Lesa meira

Jarðræktarskýrsluhald 2022 – Síðasti rafræni skiladagur er 3. október

Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti mánudaginn 3. október. Eins og áður er hægt að fá aðstoð við skýrsluskil hjá RML. Síminn verður opinn hjá okkur 9-12 og 13-16 mánudaginn 3. október og viðvera á flestum skrifstofum. Þegar búið er að skrá ræktun, uppskeru og áburðargjafir þessa árs er farið í „Skýrslur“ í Jörð og þar valið „Skrá skýrslu“. Ef upp koma athugasemdir þarf að skoða hvort að gleymst hefur að skrá eitthvað. Ef upp koma rauðar athugasemdir verður að lagfæra þær áður en hægt er að skila skýrslu í Jörð.
Lesa meira

Fyrirhugaður flutningur á netkerfi frestast - ekki truflanir á sambandi að svo stöddu

Áður auglýstum flutningi á netkerfinu sem heldur úti ýmsum hugbúnaði og kerfum fyrir RML og BÍ hefur verið frestað. Við munum tilkynna með góðum fyrirvara þegar að því kemur að flytja kerfið.
Lesa meira

Eitt nýtt reynt naut úr árgangi 2017

Fagráð í nautgriparækt fundaði nú í morgun og tók ákvörðun um að setja eitt nýtt naut í hóp reyndra nauta í dreifingu. Um er að ræða Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum, undan Úranusi 10081 og Mósaik 1036 Skalladóttur 11023. Aðrar breytingar voru ekki gerðar á reyndum nautum í notkun. Nautsfeður til notkunar næstu mánuði verða óbreyttir að öðru leyti en því að Jötunn 17026 fellur út og í hans stað kemur Herkir 16069 inn sem natsfaðir.
Lesa meira

Flutningur á netkerfi - truflanir á sambandi

Vegna vinnu við flutninga á netkerfi RML þarf að endurræsa/slökkva á netkerfinu og því geta orðið truflanir á ýmsum hugbúnaði og kerfum sem RML og BÍ halda úti. Vinnan við flutningana mun eiga sér stað dagana 28.sept, 29. sept og 30. sept kl. 12:00 og mun vinnan standa yfir í allt að korter eða frá kl. 12:00-12:15. Mikilvægt er að þeir sem eru að vinna við kerfin visti allt niður sem verið er að vinna í þessa daga fyrir kl. 12:00 og skrá sig út úr kerfunum. Kl. 12:15 ætti að vera óhætt að skrá sig inn á kerfin að nýju.
Lesa meira

Auglýst eftir þátttakendum í rekstrarverkefni kúabænda

Um er að ræða framhald á verkefni sem fór af stað sumarið 2020. Á síðasta ári tóku 123 kúabú þátt sem lögðu inn rekstrargögn frá árunum 2017-2020. Framleiðsla þessara búa svaraði til 27-29% af heildarframleiðslu mjólkur á landvísu á því tímabili. Þátttökubúin fengu ítarlega greiningu á sínum rekstri þar sem þau gátu borið sinn rekstur saman við önnur bú í verkefninu. Sú greining gaf bændum möguleika á að greina styrkleika og veikleika í sínum rekstri og setja sér markmið um bætta rekstrarafkomu.
Lesa meira

Um sýni úr heyjum, jarðvegi og búfjáráburði

Að gera góða áburðaráætlun getur verið kúnst og reynist stundum talsvert vandaverk. Þó gerð hennar sé sannarlega ekki forgangsverk bænda þessa dagana er þó rétt að huga að gagnaöflun og undirbúningi hennar. Skráning á ræktunarsögu, upplýsingum um uppskeru, áburðarnotkun, bæði á tilbúnum áburði og búfjáráburði og fleiri þáttum gefa gagnlegar upplýsingar sem nýtast við áætlanagerðina.
Lesa meira

Kartöflumygluspá – Veðurstöð RML í Þykkvabæ

Ný sjálfvirk og sólardrifin veðurstöð var sett upp í Þykkvabæ í ágúst og tengd við mygluspárkerfið Euroblight. Kerfið miðar að því að auðvelda bændum að verjast kartöflumyglu, draga úr kostnaði við úðun og kortleggja útbreiðslu kartöflumyglu. Þetta er afurð verkefnisins Mygluspá fyrir kartöflubændur sem RML hefur unnið í sumar í samstarfi við Aarhus Universitet og BJ-Agro í Danmörku.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar í nýliðnum ágúst

Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 468 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.884,1 árskýr á búunum 468 reyndist 6.308 kg. eða 6.236 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Hrútadómar – reiknivél

Nú er líflegt í sveitum landsins við smalamennskur, réttir og líflambaval heima á búunum. Hrútar eru dæmdir og stigaðir eftir kúnstarinnar reglum og fjölmargt ástríðufólk um sauðfjárrækt reiknar heildarstigafjölda þeirra hratt - í huganum.
Lesa meira