Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágúst

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 500 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.598,7 árskúa á búunum 500 var 6.363 kg eða 6.473 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Nú hefur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur í greiðslukerfi landbúnaðarins, Afurð.is. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að bændur hafi skilað fullnægjandi jarðræktarskýrslu í Jörð.is þar sem fram koma upplýsingar um ræktun, uppskeru og áburðargjöf.
Lesa meira

Skipulagning sauðfjárdóma í fullum gangi

Í þessari viku verða birt dagatöl sauðfjárdóma hér á vefnum, þau verða svo uppfærð reglulega eftir því sem við á. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem bárust fyrir 16. ágúst forgangs við niðurröðun. Best er að bændur panti sjálfir hér í gegnum vefinn (sjá tengil hér neðar) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntun niður.
Lesa meira

Sauðfjárdómarar funda

Þessa dagana eru sauðfjárdómarar að undirbúa sig fyrir haustverkin en samráðsfundir eru haldnir á fjórum stöðum á landinu. Myndin sem hér er birt var tekin síðast liðinn mánudag í fjárhúsinu á Stóra-Ármóti. Smalamennskur hefjast víða um næstu helgi og vonandi verða veðurguðirnir hliðhollir smölum. Alltaf jafnspennandi að sjá hvernig fé kemur af fjalli!
Lesa meira

Auglýst eftir þátttakendum í rekstrarverkefni sauðfjárbænda

Um er að ræða framhald á verkefninu „Afkomuvöktun sauðfjárbúa“ sem fór af stað veturinn 2016-2017. Þá tóku 44 sauðfjárbú þátt fyrir rekstrarárin 2014 og 2015 en þátttökubúum hefur fjölgað og skiluð 100 sauðfjárbú inn gögnum fyrir rekstrarárið 2019. Á árinu 2019 svaraði framleiðsla þessara búa til 13,8% af innlögðu dilkakjöti það ár. Þátttökubúin fengu ítarlega greiningu á sínum rekstri þar sem þau gátu borið sinn rekstur saman við önnur bú í verkefninu. Sú greining gaf bændum möguleika á að greina styrkleika og veikleika í sínum rekstri og setja sér markmið um bætta rekstrarafkomu.
Lesa meira

BLUP kynbótamat fyrir frjósemi uppfært

Búið er að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi hjá sauðfé, en gögn frá vorinu 2021 eru með í útreikning. Uppfært mat er nú aðgengilegt inná skýrsluhaldsgrunninum Fjárvís.
Lesa meira

Skráningar á fangi

Rétt er að minna á mikilvægi þess að skila inn staðfestingu um veru hryssu hjá stóðhesti hvort sem niðurstaða sónarskoðunar er ljós eða ekki. Eigendur stóðhesta geta skráð þessa niðurstöður sjálfir í sinni heimarétt eða sent inn stóðhestaskýrslur til RML. Hryssueigendur geta líka skráð þessar upplýsingar inn í sinni heimarétt en skráning verður ekki gild nema eigandi stóðhestsins samþykki hana.
Lesa meira

Auglýst eftir þátttakendum í rekstrarverkefni kúabænda

Um er að ræða framhald á verkefni sem fór af stað sumarið 2020. Þá tóku 90 kúabú þátt sem lögðu inn rekstrargögn frá árunum 2017-2019. Framleiðsla þessara búa svaraði til 20-21% af heildarframleiðslu mjólkur á landvísu á því tímabili. Þátttökubúin fengu ítarlega greiningu á sínum rekstri þar sem þau gátu borið sinn rekstur saman við önnur bú í verkefninu.
Lesa meira

Yfirlit á Hellu 20. ágúst - Hollaröð

Hér að neðan má nálgast hollaröð yfirlits síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum, sem fram fer á morgun, föstudaginn 20. ágúst. Sýningin hefst stundvíslega kl. 08:00 en áætluð lok um kl. 17:15-17:30.
Lesa meira

Yfirlit á Hellu 20. ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 20. ágúst og hefst kl. 8:00; hefðbundin röð flokka. Hollaröð yfirlits birt svo fljótt sem verða má að afloknum dómum fimmtudags.
Lesa meira