Fréttir

Ætlar þú að kaupa hrút í haust?

Minnt er á að samkvæmt upplýsingum á vef MAST þarf að vera búið að sækja um leyfi til að kaupa líflömb fyrir 1. september. Um er að ræða tvennskonar leyfi. Annars vegar hefðbundið kaupaleyfi lamba úr líflambasöluhólfum þar sem ekki þarf að tilgreina við hvaða bú er verslað. Hinsvegar er hægt að sækja um sérstakt leyfi til flutnings á lömbum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir af öðrum svæðum en líflambasölusvæðum og þá gert ráð fyrir að bú séu tilgreind. Sótt er um leyfi í gegnum heimasíðu MAST.
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa Akureyri - yfirlit hollaröð 22.08.

Yfirlitssýning kynbótahrossa á síðsumarssýningu á Akureyri fer fram föstudaginn 22.08. og hefst kl 9:00 Hér má sjá hollaröðun
Lesa meira

Kynbótaskipulag með erfðamengisúrvali fyrir lítil kúakyn

Í hinu virta tímariti Journal of Dairy Sceince er búið að birta grein eftir Þórdísi Þórarinsdóttur, hjá RML, og Jón Hjalta Eiríksson og Egil Gautason, hjá LbhÍ. Meðhöfundar þeirra eru Jörn Rind Thomasen og Huiming Liu hjá Viking Genetics og Háskólanum í Árósum í Danmörku. Greinin fjalllar um kynbótaskipulag með erfðamengisúrvali í litlum kúakynjum og er sjónum einkum beint að áhrifum mikillar notkunar heimanauta, kyngreinds sæðis og fósturvísaflutninga á kynbótaskipulag. Ástæða er til að óska höfundunum til hamingju með birtinguna en það er ekki sjálfgefið að fá greinar birtar í ritrýndu tímariti á borð við Journal of Dairy Science. Hér á eftir verður farið nokkrum orðum efni greinarinnar.
Lesa meira

„Húmar á kvöldin, kveikt er ljós“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða og sannkölluð sumarblíða þessa dagana. Það styttist samt í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum. Við viljum minna bændur á að panta lambadóma fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 20. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum. Talsvert er komið inn af pöntunum og því um að gera að draga það ekki lengi að panta tíma fyrir sínn lambahóp.
Lesa meira

Kynningarfundir um niðurstöður rannsókna á áhrifum beitarfriðunar á kolefnisbúskap úthaga

Kynningarfundir um niðurstöður rannsókna á áhrifum beitarfriðunar á kolefnisbúskap úthaga. Undanfarin ár hafa rannsóknir staðið yfir á áhrifum beitarfriðunar á kolefnisupptöku og magn kolefnis í jarðvegi. Rannsóknaverkefnið ExGraze, sem hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði 2021 (Rannís 217920-051) og RML tók þátt í upphafi, er nú á lokametrunum og verða niðurstöður þess kynntar á eftirtöldum stöðum:
Lesa meira

Endurnýjað samkomulag um samstarf RML og LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands og RML hafa á undanförnum árum átt í góðu samstarfi um málefni búgreina og sérstakra faglegra þátta sem snerta landbúnað, landnýtingu, umhverfis- og loftslagsmál. Verkefnin eru á sviði ráðgjafar, kennslu, rannsókna og nýsköpunar. Starfsfólk RML kemur m.a. að kennslu hjá LbhÍ og faghópar LbhÍ og RML hittast á árlegum fundi til að leggja grunn að samstarfsverkefnum næsta árs. Slíkur ráðunautafundur var haldinn á fimmtudag og föstudag i síðustu viku með fjölda áhugaverðra erinda um verkefni sem eru í gangi. Á næsta starfsári er sérstaklega stefnt að aukinni samvinnu í kynbótum búfjár, bútækni, umhverfis- og loftslagsmálum.
Lesa meira

Fyrstu tölur úr tilraun með kyngreint sæði

Eins og kunnugt er var nautasæði kyngreint í fyrsta skipti á Íslandi í desember 2024. Þá var kyngreint sæði úr fimm nautum í tilraunaskyni þar sem hverri sæðistöku var skipt í annars vegar hefðbundið sæði og hins vegar kyngreint. Þetta sæði var notað um mest allt land án þess að frjótæknar eða bændur vissu um hvora tegundina var að ræða. Fyrsta sæðing fór fram 15. janúar s.l. og tilrauninni lauk þann 31. maí. Nú liggja fyrir allra fyrstu tölur um 56 daga ekki uppbeiðsli og eru þær birtar með fyrirvara þar sem uppgjöri er alls ekki lokið. Hins vegar styttist í að kyngreint sæði komi til notkunar og mikilvægt fyrir bændur að vita að hverju þeir ganga.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn júlí

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar fyrir síðastliðna 12 mánuði, nú að loknum júlí, má nú sjá á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað þegar komið var fram yfir nón þann 13. ágúst. Hér á eftir er farið stuttlega yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum en mun meiri upplýsingar liggja fyrir í töflum þeim sem tengill er í neðst í þessari frétt. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 438 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar nær nú til 114 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.322,3 árskúa á búunum 439 var 6.572 kg. eða 6.830 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Er jarðræktarskýrsluhaldið í Jörð.is skráð?

Þessa dagana eru töðugjöld haldin víða um land eftir gott heyskaparár. Þá er heldur ekki eftir neinu að bíða með að ganga frá skráningum á jarðræktarskýrsluhaldinu í Jörð.is. Þó svo að uppskeran sé ef til vill ekki öll komin í hús eða plast þá er skynsamlegt að ganga frá skráningum á ræktun, áburðargjöf og a.m.k. fyrsta slætti sem fyrst, þannig að létt verk verði að klára skráningar tímanlega fyrir umsóknarfrest jarðræktarstyrkja og landgreiðslur sem er 1. október.
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa á Akureyri - hollaröðun

Síðsumarssýning kynbótahrossa fer fram á Hlíðarholtsvelli, Akureyri dagana 20.-22. ágúst n.k. Hér má sjá hollaröðun
Lesa meira