Fréttir

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn september

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðastliðna 12 mánuði, nú að loknum september, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað fyrir hádegi hinn 11. október. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 434 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 114 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.950,2 árskúa á búunum 434 var 6.548 kg. eða 6.809 kg. OLM
Lesa meira

Starf rekstrarráðgjafa hjá RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsfólki í rekstrarráðgjöf. Um er að ræða fjölbreytt starfssvið í ráðgjafarteymi RML sem sinnir rekstrarráðgjöf í landbúnaði.
Lesa meira

Hrossaræktin 2024 - Ráðstefna 12. október

Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs fer fram í félagsheimili Fáks í Víðidal laugardaginn 12. október og hefst klukkan 13:00. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt er hvatt til að mæta. Á dagskrá eru afar áhugaverður fyrirlestur um mögulegar nýjungar í kynbótamati í hrossarækt, yfirferð yfir hrossaræktarárið og verðlaunaveitingar.
Lesa meira

Efstu kvígur í erfðamati

Nú er um eitt og hálft ár liðið frá því að sýnataka úr kvígum varð almenn og lætur nærri að af öllum kvígum fæddum árið 2023 séu 80% arfgreindar og með erfðamat. Þetta hlutfall verður án efa töluvert hærra á yfirstandandi ári. Það fylgir því ætíð nokkur spenna að sjá hvaða mat yngstu gripirnir fá, gripirnir sem munu taka við kyndlinum og verða mjólkurkýrnar í fjósinu að 2-3 árum liðnum. Eðlilega eru mismiklar væntingar gerðar, stundum miklar og stundum minni. Það er alltaf ánægjulegt þegar gripir standa undir væntingum og ekki er ánægjan minni ef niðurstaðan fer fram úr væntingum.
Lesa meira

Gripir sem komast ekki í gegnum villuprófun við arfgerðargreiningu

Undanfarið höfum við hjá RML fengið til okkar allnokkrar fyrirspurnir varðandi gripi sem eru arfgerðagreindir, en fá ekki flagg, heldur tákn með hvítu spurningamerki á svörtum grunni á sama stað og flöggin ættu að birtast. Þetta þýðir að niðurstaða arfgerðargreiningarinnar stóðst ekki villuprófun. Langalgengasta ástæðan er sú að niðurstaða grips passar ekki við niðurstöður foreldra.
Lesa meira

Rekstur kúabúa 2021-2023

Fyrstu tölur eru nú komnar í uppgjöri á rekstri kúabúa fyrir árið 2023 og byggja þær á uppgjöri 120 kúabúa sem eru þátttakendur í samnefndu verkefni. Mjólkurframleiðsla þessara 120 kúabúa nam 46,2 milljónum lítra árið 2023 en við lokauppgjör ársins 2022 voru 176 þátttökubú sem framleiddu um 65,5 milljónir lítra. Úrvinnsla gagna er í stöðugri þróun og lögð er áhersla á að gefa þátttökubúum sem skýrasta mynd af búrekstrinum að teknu tilliti til rekstrarniðurstöðu og upplýsinga úr Huppu og Jörð.
Lesa meira

Áreiðanleiki arfgerðagreininga

Frá því að leitin að verndandi arfgerðum og átaksverkefni í riðuarfgerðargreiningum hófst árið 2022 hafa verið lesnar inn í Fjárvís arfgerðargreiningar fyrir tæplega 125 þúsund gripi frá 4 greiningaraðilum. Fyrir voru í Fjárvís niðurstöður eldri greininga fyrir tæplega 8 þúsund gripi. Út frá þessum gögnum hefur Fjárvís síðan sett saman arfgerðir fyrir eitt eða fleiri sæti hjá vel yfir 200 þúsund gripum í gagnagrunninum. Allt í allt eru því nú tæplega 370 þúsund gripir í gagnagrunni Fjárvís með upplýsingar um arfgerðir í einu eða fleiri sætum sem geta sagt til um mótstöðu gagnvart riðu.
Lesa meira

Breytingar á Fjárvís

Í gærmorgun var keyrð uppfærsla á Fjárvís en undanfarið hefur staðið yfir vinna við hinar ýmsu breytingar sem nú koma inn. Þar ber helst að nefna: Viðbótarflögg: Nú fá afkvæmi foreldra sem eru arfblendin um verndandi og/ mögulega verndandi arfgerð röndótt flögg, þar sem ekki er hægt að spá fyrir með 100% vissu hver arfgerð þeirra er, nema með arfgerðargreiningu. Afkvæmi hrúts sem er arfblendinn ARR og T137 fær þannig fána sem er dökkgræn/ljósgrænröndóttu sem gefur til kynna að hann ber örugglega annað hvort verndandi eða mögulega verndandi arfgerð.
Lesa meira

Gimsteinn - Nýr ráðgjafarpakki í sauðfjárrækt vegna innleiðingar á verndandi arfgerðum

Mörkuð hefur verið sameiginleg stefna bænda og stjórnvalda í landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu. Lykillinn að markmiðinu um riðulaust Ísland er að allir sauðfárbændur landsins taki virkan þátt. Vegna þessa gríðarstóra verkefnis sem bíður íslenskra sauðfjárbænda á landinu öllu og er þegar hafið, hefur verið ákveðið að bjóða upp á nýjan ráðgjafarpakka er snýr að kynbótum og ræktun gegn riðu í sauðfjárrækt. Pakkinn ber heitið Gimsteinn og miðar ráðgjöfin að því að setja upp áætlun fyrir sauðfjárbú um innleiðingu verndandi og mögulega verndandi arfgerða. Ráðgjöfin verður sniðin að þörfum bóndans og verður í boði frá 15. október.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðustu 12 mánuði, að enduðum ágúst, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað síðdegis hinn 12. september. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 442 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 115 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.461,2 árskúa á búunum 442 var 6.541 kg. eða 6.535 kg. OLM.
Lesa meira