Fréttir

Fagráðstefna sauðfjárbænda

Í tengslum við aðalfund sauðfjárbænda 30. og 31. mars nk. verður fagráðstefna að loknum aðalfundi á föstudeginum. Dagskrá hennar fylgir hér
Lesa meira

Námskeið í Jörð.is

Þessa dagana standa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands fyrir námskeiðum í Jörð.is. Tvö námskeið voru haldin í gær og voru þau mjög vel sótt. Hér að neðan má sjá lista yfir námskeið næstu daga:
Lesa meira

Kúabændur á Vesturlandi

Námskeið í ,,Beiðslisgreiningu og frjósemi mjólkurkúa“ verður haldið í húsakynnum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri (Salur: Höfði á 3ju hæð) „ miðvikudaginn 5. apríl n.k. - ef næg þátttaka fæst. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10. Á námskeiðinu munu Þorsteinn Ólafsson stöðvardýralæknir Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands á Hesti fjalla ítarlega um frjósemi mjólkurkúa, -s.s. beiðslirgreiningu og ýmsa tengda þætti , - og Gunnar Guðmundsson, fóðurráðgjafi hjá RML fjalla um ,,Fóðrun og frjósemi“.
Lesa meira

Tilraunir með þvagefni sem nituráburð hjá LbhÍ

Landbúnaðarháskóli Íslands gaf nýverið út rit undir heitinu: Tilraunir með þvagefni (urea) sem nituráburð. Er þar gerð grein fyrir niðurstöðum nýlegra tilrauna þar sem þvagefni er notað sem niturgjafi í tún- og kornrækt. Á seinustu öld var gert nokkuð af tilraunum með þvagefni sem niturgjafa í túnrækt. Flestar sýndu þær lakari nýtingu nitur vegna þess hve rokgjarnt þvagefni er.
Lesa meira

Jarðræktarforritið Jörð.is

Námskeið haldið af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Endurmenntunardeild LbhÍ. Námskeiðið er einkum ætlað bændum en opið öllum. Námskeiðið er sett upp sem fyrirlestur þar sem sýnikennsla á forritið Jörð.is og raunveruleg dæmi verða í aðalhlutverki.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í febrúar 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í febrúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þ. 13. mars, höfðu skýrslur borist frá 570 búum. Reiknuð meðalnyt 24.739,4 árskúa á þessum búum, var 6.040 kg
Lesa meira

SPROTINN jarðræktarráðgjöf

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur undanfarin ár boðið upp á þjónustu- og ráðgjafarpakka í jarðrækt undir heitinu Sprotinn. Viðbrögð bænda hafa verið góð og hefur þeim sem nýta sér þennan pakka fjölgað jafnt og þétt. Lögð er áhersla á að hafa Sprotann í stöðugri þróun sem tekur mið af reynslu ráðunauta og ábendingum frá þeim bændum sem nýta sér pakkann. Nú er lögð meiri áhersla á að einstaklingsmiða samsetningu ráðgjafarpakkans þannig að hægt sé að útfæra þjónustuna að þörfum hvers býlis.
Lesa meira

Úrslit úr getraun RML í Hofi 3. mars

Í kynningarbás RML í Hofi á bændahátið var gestum og gangandi boðið að taka þátt í skemmtilegri getraun þar sem spurt var um gæði gróffóðurs sem búið var að senda sýni úr til efnagreiningar. Eina vísbendingin sem boðið var uppá var eftirfarandi „Slegið fyrstu viku í júlí og frekar lítið áborið“. Glöggir sáu fljótt að þetta var greinilega af gömlu túni og því ekki um úrvals töðu að ræða.
Lesa meira

Sunnlenskir bændur athugið

Ert þú að hugleiða breytingar eða nýbyggingar á næstu misserum og vilt fá hlutlausa ráðgjöf? Ráðunautur í bútækni og aðbúnaði verður á ferðinni á Suðurlandi dagana 6. og 7. mars til skrafs og ráðagerða. Ef áhugi er á að fá heimsókn er hægt að senda tölvupóst á rml@rml.is eða sigtryggur@rml.is. Haft verður samband við áhugasama og tímasetningar ákveðnar.
Lesa meira

Landgreiðslur - hvað er það?

Samkvæmt nýjum rammasamningi milli Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Bændasamtaka Íslands, samþykktum þann 19. feb. 2016 er meðal annars fjallað um landgreiðslur sem Matvælastofnun á að ráðstafa. Í rammasamningi segir „Landgreiðslur skulu greiddar út á allt ræktað land sem er uppskorið til fóðuröflunar.
Lesa meira