Fréttir

Veðrið - takmörkuð viðvera á starfsstöðvum RML

Starfsstöðvum RML hefur viða verið lokað vegna veðurs. Hægt er að koma skilaboðum til starfsmanna í gegnum netfangið rml@rml.is eða á bein netföng starfsmanna okkar sem finna má á heimasíðunni. Símsvörun er eins og áður í aðalnúmerið 5165000 að öllu óbreyttu til kl. 16.00 í dag.
Lesa meira

Ný nautaskrá að koma út

Nautaskrá fyrir veturinn 2019-20 er væntanleg úr prentun og verður dreift til bænda innan skamms. Í skránni er að finna upplýsingar um þau reyndu naut sem eru í dreifingu núna, nýju Angus-holdanautin auk fræðsluefnis. Þar má nefna upplýsingar um verkefnið um erfðamengisúrval, afurðaúthald, afkvæmadóm nauta fæddra 2013, kynbótamat reyndra nauta sem farið hafa úr dreifingu á síðustu mánuðum og fleira.
Lesa meira

Hrútaskrá 2019-2020 er nú aðgengileg á vefnum

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2019-20 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Kynbótastarf -> Sauðfjárrækt -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Skráin mun án efa ylja áhugamönnum um sauðfjárrækt um hjartarætur og við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út í næstu viku.
Lesa meira