Fréttir

RML 10 ára - Afmæliskaffi á starfsstöðinni á Höfðabakka 9 í Reykjavík

Miðvikudaginn 6. desember næstkomandi verður opið hús á milli kl. 14-16 á starfsstöðinni okkar að Höfðabakka 9 - fjórða hæð - í Reykjavík (Bogahúsið). Stjórnendur RML verða á staðnum og við bjóðum bændum í nágrenninu og breiðum hópi viðskiptavina okkar og samstarfsaðila á höfuðborgarsvæðinu að koma við í kaffi og spjall um verkefni RML. Boðið verður uppá köku í tilefni 10 ára afmælisins. Hlökkum til að sjá ykkur, öll velkomin
Lesa meira

Afmælisráðstefna RML - Upptaka af ávörpum og fyrirlestrum fyrir hádegi

Fimmtudaginn 23. nóvember síðastliðinn var afmælisráðstefna RML haldin á Hótel Selfossi. Streymt var frá dagskrá ráðstefnunnar fyrir hádegi en eftir hádegi skiptist ráðstefnan upp í tvær málstofur.
Lesa meira

Af kyngreiningu nautasæðis

Undanfarna mánuði hefur starfshópur skipaður aðilum frá Bændasamtökum Íslands, Fagráði í nautgriparækt, Nautastöðinni og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins unnið að undirbúningi við innleiðingu kyngreinds sæðis í íslenskri nautgriparækt. Hópurinn hefur fundað með reglubundnum hætti og skoðað hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvernig best verður staðið að innleiðingunni. Fyrir liggur að um tvo valkosti eða tvenns konar tækni er að ræða og eitt af hlutverkum hópsins er að vega og meta hvor tæknin hentar betur. Leitað hefur verið upplýsinga frá framleiðendum varðandi þætti eins og gæði, afköst og verð auk þess sem upplýsinga hefur verið leitað hjá frændum okkar í Danmörku og Noregi. Afköst við kyngreiningu á sæði eru lítil samanborið við töku og frystingu hefðbundins sæðis auk þess sem blöndun fyrir kyngreiningu er mun flóknari en blöndun hefðbundins sæðis og krefst bæði sérhæfðs búnaðar og mannskaps. Eitt af því sem hópurinn er að skoða er hvernig slíkum búnaði verður best fyrir komið og hvernig framkvæmd kyngreiningar verður með þeim hætti að kostnaði sé haldið í lágmarki með nægilegum afköstum fyrir íslenskar aðstæður.
Lesa meira

Styrkir vegna sauðfjársæðinga – hvati til notkunar á verndandi hrútum

Ákveðið hefur verið að greiða styrki til bænda sem nota hrúta með verndandi og/eða mögulega verndandi arfgerðir. Styrkirnir eru hugsaðir til að hvetja til notkunar á hrútum með þessar arfgerðir og þar með hvetja til innleiðingar á verndandi arfgerðum m.t.t. riðumótstöðu. Matvælaráðuneytið leggur fram fjármagn og mun ráðuneytið einnig sjá um að greiða út styrkina í gegnum Afurð.
Lesa meira

Vel heppnuð afmælisráðstefna RML

Afmælisráðstefna RML var haldin fimmtudaginn 23. nóvember á Hótel Selfossi. Fjöldi gesta sótti ráðstefnuna þar sem hægt var að hlýða á fjölmörg áhugaverð erindi. Yfirskrift ráðstefnunnar var: Áskoranir og tækifæri í landbúnaði. Kærar þakkir til þeirra gesta sem sóttu ráðstefnuna í tilefni tímamótanna og sérstakar þakkir til fyriresara sem fluttu fjölbreytt erindi. Við munum á næstu dögum og vikum deila með ykkur frekara efni og myndum frá ráðstefnunni.
Lesa meira

Afmælisráðstefna RML 23. nóvember - Hlekkur á streymi kl 10-12:15

Dagsrkrá afmælisráðstefnu RML verður í beinu streymi frá kl. 10-12:15 Með því að smella á hlekkinn er hægt að komast inn á streymið.
Lesa meira

Starfsdagar RML haldnir dagana 22.-24. nóvember á Selfossi

Starfsdagar okkar eru yfirleitt haldnir 1x á ári í byrjun vetrar. Hæst ber á þessum starfsdögum afmælisráðstefnu RML sem er frá kl. 10.00 – 15:15 fimmtudaginn 23. nóvember. Vegna starfsdagana verður takmörkuð eða engin viðvera á flestum starfsstöðum og síminn ekki opinn frá kl. 12.00 miðvikudaginn 22. nóvember.
Lesa meira

Afkoma nautakjötsframleiðenda 2019-2022

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2019-2022, en hún byggir á gögnum frá 30 búum í nautaeldi. Verkefnið byggir á grunni fyrri verkefna sem gert var grein fyrir í júní 2022 og hefur sannað enn á ný mikilvægi svona greiningarvinnu fyrir búgreinina.
Lesa meira

Fjögur ný naut í notkun

Fjögur ný naut hafa nú verið sett í notkun og um leið fara eldri og mikið notuð naut úr notkun. Þeir sem koma nýir inn eru Magni 20002 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði undan Jörfa 13011 og Blöndu 609 Lagardóttur 07047, Gauti 20008 frá Gautsstöðum á Svalbarðsströnd undan Sjarma 12090 og Hólmfríði 1410 Boltadóttur 09021, Mjölnir 210285 frá Sólvangi í Fnjóskadal undan Kláusi 14031 og Brák 612 Úlladóttur 10089 og Drangur 22004 frá Hólmahjáleigu í Landeyjum undan Bikar 16008 og Tindu 1553 Úranusdóttur 10081. Þeir Magni 20002 og Gauti 20008 hafa áður verið í notkun og þá sem óreynd naut en Mjölnir 21025 og Drangur 22004 koma í fyrsta sinn til notkunar. Rétt er að vekja athygli á að Drangur er fyrsti sonur Bikars 16008 sem kemur til notkunar.
Lesa meira

RML 10 ára

Um síðustu áramót voru 10 ár frá því að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var stofnuð og höfum við verið að fagna þeim tímamótum með margs konar hætti á þessu ári. Í Bændablaðinu sem kom út þann 2. nóvember var meðfylgjandi „aukablað“ sem starfsfólk RML á veg og vanda af. Efni blaðsins gefur innsýn í brot af fjölbreyttri starfsemi RML en í leiðinni erum við einnig að minna á afmælisráðstefnu sem verður haldin á Hótel Selfossi þann 23. nóvember næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er Áskoranir og tækifæri í landbúnaði.
Lesa meira