Breytingar á nautsmæðraskrá og skrá yfir efnilegar kvígur
02.12.2025
|
Fagráð í nautgriparækt hefur ákveðið að gera breytingar á nautsmæðraskrá og skrá yfir efnilegar kvígur, þ.e. flögguðum gripum í Huppu. Breytingin er sú að lágmörk fyrir kýr (nautsmæður) verður nú 108 í heildareinkunn og fyrir efnilegar kvígur 110 í heildareinkunn. Þessi breyting er gerð með hliðsjón af fjölda þeirra gripa sem standast þessi lágmörk og er það vona fagráðs að þetta eefli enn frekar þann hóp nautkálfa sem boðnir eru Nautastöðinni til kaups og kynbóta á íslenska kúastofninum. Um leið eru bændur hvattir til þess að láta vita ef flaggaðar kýr og/eða kvígur eignast nautkálf undan sæðinganauti með það í huga að hann verði keyptur á Nautastöðina.
Lesa meira