Fréttir

Hrútafundi í Skagafirði frestað fram á sunnudag

Kynningafundur Búnaðarsambands Skagfirðinga á hrútakosti sæðingastöðvanna sem vera átti í kvöld (23.nóv) verður frestað vegna veðurs. Í staðinn er boðað til fundar í Tjarnarbæ, Sauðárkróki, kl. 14:00 næstkomandi sunnudag (26. nóv).
Lesa meira

Skýrsluhaldsskil og skráning á fyljun

Til upprifjunar er rétt að minna á að haustið 2016 voru tekin upp árleg skil á skýrsluhaldi í hrossarækt í gegnum heimarétt WorldFengs. Þessi skil eiga að fara fram fyrir 20. nóvember ár hvert en hefur að þessu sinni verið frestað til 1. desember nk. Hér verður rifja upp það helsta.
Lesa meira

Hrútafundum í Þingeyjarsýslum frestað

Kynningafundur á hrútum sæðingastöðvanna sem áttu að vera á Breiðumýri, S-Þingeyjarsýslu og Svalbarði, Norður-Þingeyjarsýslu í dag, 21. Nóvember verður frestað vegna slæms veðurútlits. Fundunum verður frestað fram til þriðjudagsins 28. nóvember.
Lesa meira

Hrútafundir 2017

Búnaðarsamböndin standa fyrir kynningafundum á hrútaskránni um allt land. Á fundunum munu ráðunautar RML í sauðfjárrækt kynna hrútakost sæðingastöðvanna. Meðfylgjandi er yfirlit yfir fundina.
Lesa meira

Hrútaskrá 2017-18 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2017-2018 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Kynbótastarf -> Sauðfjárrækt -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út í næstu viku.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt

Þeir sauðfjárræktendur sem lagt hafa upp með afkvæmaprófun á hrútum sínum eru hvattir til að ganga frá uppgjöri afkvæmarannsóknarinnar í Fjarvís.is sem fyrst og senda tilkynningu á ee@rml.is um að uppgjöri sé lokið. Tilkynningar þurfa helst að berast fyrir 1. des. Líkt og síðasta haust er veittur styrkur af fagfé sauðfjárræktarinnar á hvern veturgamlan hrút (hrútar fæddir 2016) sem prófaður er.
Lesa meira

Fyrirlestrar um gripahús fyrir holdagripi

Dagana 27.-30. nóvember mun RML í samstarfi við Norsk Landbruksrådgivning ferðast um landið og halda fyrirlestra um gripahús fyrir holdagripi. Fundirnir verða stuttir og hnitmiðaðir og eins dreift um landið og mögulegt er.
Lesa meira

Skoðun hrútlamba haustið 2017

Upplýsingar um skoðun hrútlamba undan sæðingastöðvahrútum nú í haust liggja fyrir og finna má upplýsingarnar í töflu sem fylgir með. Ómtölur í skjalinu eru leiðréttar fyrir lífþunga og gögnin miðast við skráða dóma í Fjárvís 31.10.2017.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslunni í október

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í október hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir hádegið þann 13. nóvember, höfðu skýrslur borist frá 553 búum. Reiknuð meðalnyt 25.205,8 árskúa á þessum búum, var 6.159 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

RML með á Hey bóndi 2017 á Hvolsvelli

Hey bóndi, fjölskyldu- og landbúnaðarsýning, var haldin á Hvolsvelli um helgina. Fóðurblandan hf. stóð fyrir sýningunni sem var í félagsheimilinu Hvoli. Þar kynntu einstaklingar, félög og fyrirtæki starfsemi sína, vörur og þjónustu auk þess sem ýmis afþreying var í boði. Þá var boðið upp á fyrirlestra um hin ýmsu mál er snerta landbúnað með einum eða öðrum hætti.
Lesa meira