Rafrænn innlestur í mjólkurskýrslu úr Lely-mjaltaþjónum

Kúabændur með Lely-mjaltaþjóna geta nú lesið nyt kúnna inn í Huppu með rafrænum hætti og innsláttur þessara upplýsinga ætti því að heyra sögunni til hjá þeim. Við biðjum menn að lesa þær leiðbeiningar sem hafa verið útbúnar vel og vandlega áður en hafist er handa en til þess að ekki komi upp vandamál þurfa ákveðin skilyrði að vera uppfyllt.

Með þessu móti er ekki aðeins að vinna manna við vinnu vegna innsláttar minnki heldur á áreiðanleiki mælinganna að verða enn meiri auk þess sem við getum nú safnað mjólkurflæðimælingum kúnna. Þær mælingar munu þegar fram í sækir styrkja grunn okkar í mati á mjöltum verulega.

Innlesur gagna úr Lely-mjaltaþjónum er fyrsta skrefið í þá átt að gera sem flestum kleyft að lesa inn gögnin með þeim hætti. Næstu skref lúta að DeLaval-mjaltaþjónum og öðrum mjaltakerfum, s.s. DeLaval og SAC. Hvenær innlestur úr þeim kerfum kemst í gagnið er ekki hægt að upplýsa á þessari stundu en tæknilegar útfærslur eru flóknari í þeim tilvikum. Því var ákveðið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og byrja á Lely.

Þetta verkefni var unnið í samvinnu Ráðgjafarmiðstðvar landbúnaðarins, Tölvudeildar Bændasamtaka Íslands og Stefnu ehf. með styrk frá þróunarsjóði nautgriparæktarinnar.

Sjá nánar:

Rafrænn innlestur mjólkurskýrslu úr Lely-mjaltaþjónum (Leiðbeiningar) 

/gj