Fagráð í nautgriparækt

Fagráð í nautgriparækt er skipað samkvæmt fjórðu grein búnaðarlaga nr. 70/1998. Í fagráðinu skulu sitja menn úr hópi starfandi kúabænda, ábyrgðarmaður nautgriparæktar hjá RML og jafnframt skulu sitja í fagráðinu eða starfa með því sérfróðir aðilar. 

Hlutverk fagráðs í nautgriparækt er:
- að móta stefnu í kynbótum og þróunarstarfi greinarinnar
- að skilgreina ræktunarmarkmið
- að setja reglur um framkvæmd meginþátta ræktunarstarfsins
- að móta tillögur um stefnu í fræðslumálum og rannsóknum búgreinarinnar
- að fjalla um þau mál sem vísað er til fagráðsins til umsagnar og afgreiðslu

Í fagráði í nautgriparækt sitja eftirtaldir:

Þórarinn Leifsson, bóndi, Keldudal, 551 Sauðárkrókur, formaður
Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður í nautgriparækt hjá RML, Lágengi 31, 800 Selfoss, ritari
Guðrún Eik Skúladóttir, bóndi, Tannstaðabakka, 531 Hvammstangi
Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi, Klauf, 605 Akureyri
Elín Heiða Valsdóttir, bóndi, Úthlíð, 881 Kirkjubæjarklaustur

Fundi fagráðs með málfrelsi og tillögurétt sitja:
Björn S. Gunnarsson, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM)
Egill Gautason, Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ)
Friðrik Már Sigurðsson, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML)
Guðrún Björg Egilsdóttir, Bændasamtökum Íslands (BÍ) 
Sigurbjörg Bergsdóttir, Matvælastofnun (MAST)