Ráðgjafarpakkar í sauðfjárrækt

Auknar afurðir sauðfjár
Markmið verkefnisins er að greina sóknarfæri við að auka afurðir bús ásamt því að veita ráðgjöf um hugsanlegar úrbætur.
Bóndinn fær heimsókn og farið er yfir þróun afurða skv. skýrsluhaldi undanfarin ár. Samhliða þeirri greiningu er farið gegnum spurningarlista þar sem helstu þættir í búrekstrinum eru ræddir. Að lokinni heimsókn fær bóndi skýrslu með ályktun um úrbætur til að auka afurðir á sínu búi.
Verð þessa verkefnis er 34.000 kr. án/vsk. (4 tímar + komugjald).
Nánari upplýsingar um verkefnið Auknar afurðir sauðfjár veitir Árni Bragason. Netfang ab@rml.is. Sími 516-5008.

Kynbótaráðgjöf – Pörunaráætlun
Með notkun forritsins EVA er hægt að útbúa pörunaráætlun fyrir sauðfjárbú. Ýmsar útfærslur eru í boði og hægt að vinna með afmarkaðan hóp innan hvers sauðfjárbús. Sem dæmi er hægt að para ær á móti ákveðnum og fá fyrsta og annan valkost fyrir hverja kind.
Skilyrði fyrir þátttöku er að skýrsluhalds yfirstandandi árs sé frágengið þannig að í gripalista séu aðeins lifandi gripir búsins. Bóndi og ráðunautur fara sameiginlega yfir forsendur áætlunar áður en vinna hefst. Lámarksvinna við pörunaráætlun er 2 klst., vinnan getur þó orðið meiri ef ósk bónda á útfærslu krefst fleiri uppsetninga en einnar við gerð áætlunar.
Nánari upplýsingar um pörunaráætlun veitir Eyjólfur Ingvi Bjarnason. Netfang eyjolfur@rml.is. Sími 516-5013.
Dæmi um pörunaráætlun fyrir sauðfjárbú 

Önnur ráðgjöf tengd sauðfjárrækt
Aðstoð við skipulagningu afkvæmarannsóknar ásamt uppgjöri og túlkun niðurstaðna.
Aðstoð við að hefja rafrænt skýrsluhald – einstaklingskennsla á Fjárvís.
Aðstoð við að gera lista yfir álitleg ásetningslömb m.v. skráningu í vorbók.
Aðstoð við að gera lista yfir ær til förgunar - þar er farið yfir ærstofninn og bent á ær sem hugsanlega væri rétt að farga.

Síðast uppfært 21.02.2017