Almennt fara stroksýnin til greiningar hjá Matís í Reykjavík en hylkin til Agrobiogen í Þýskalandi. Undantekningar á því gætu orðið ef fjöldi hjá öðrum greiningaraðilanum verður hærri en hægt er að ráða við, miðað við tímaáætlun um birtingu niðurstaðna.
Verð á hverri greiningu á príongeninu kostar 3.000 kr. + vsk. óháð greiningaraðila.
Sýnatökuefni samkvæmt pöntunum verður afgreitt út frá starfsstöðvum RML – nánar auglýst síðar.