Árlegur stefnumótunarfundur NorFor í Svíþjóð

Dagana 10. og 11. september fór fram hinn árlegi fundur NorFor þar sem koma saman stjórn NorFor sem hefur á að skipa fólki frá aðildarlöndunum fjórum (Noregi, Danmörku, Svíþóð og Íslandi) sem og fulltrúar þeirra sem vinna með kerfið, en löndin hafa öll sína tengiliði sem vinna í mismunandi hópum innan NorFor og sjá um að upplýsa ráðunauta í viðkomandi landi um uppfærslur og breytingar sem eiga sér stað. Þessir einstaklingar koma einnig með tillögur sem tengjast þróun kerfisins með áherslur á aðstæður í sínu heimalandi. Á fundinum voru einnig fulltrúar forritara NorFor, kynningarfulltrúi og auðvitað framkvæmdastjóri.

Fundurinn var haldin á Hamra gård nálægt Stokkhólmi en þar eru höfuðstöðvar Delaval í Svíþjóð. Helstu niðurstöður fundarins eru þær að NorFor er á leið út fyrir Norðurlöndin og er nú yfirstandandi mikilvæg vinna varðandi samstarf NorFor við fyrirtæki sem sinna fóðurráðgjöf á viðkomandi stöðum. Þróun kerfisins heldur jafnt og þétt áfram enda er það einn af hinum stóru kostum kerfisins að vera lifandi og hafa möguleika á að taka tillit til nýrra rannsóknaniðurstaðna sem skipta máli við fóðurmat og áætlanagerð hverju sinni. Gunnar Guðmundsson og Berglind Ósk Óðinsdóttir fóru á stefnumótunarfundinn fyrir hönd Íslands. 

boo/okg