Fréttir

NorFor og fóðuráætlanagerð á Íslandi

NorFor er samnorrænt fóðurmatskerfi fyrir nautgripi sem Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Ísland standa að baki. Samstarfið hófst árið 2002 en NorFor var síðan tekið í notkun árið 2006. Kerfið byggir á rannsóknargögnum frá Norðurlöndunum. Bændasamtök Íslands höfðu umsjón með hlut Íslands í samstarfinu en svo hefur Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) gert frá því það tók við því hlutverki við stofnun hennar árið 2013. Í stjórn NorFor er einn fulltrúi frá hverju landi og sömuleiðis er hvert land með ábyrgðarmann fyrir rekstri, þróun og þjónustu notendaumhverfis hvers lands. Innan NorFor vinnur einnig faghópur þar sem fremstu vísindamenn Norðurlandanna í fóðurfræði nautgripa vinna saman að þróun kerfisins. Sömuleiðis er þróunarteymi sem sér um framkvæmdahluta þróunar kerfisins og innleiðingu á nýjungum.
Lesa meira

Mikilvægar forsendur í búskapnum: Hey- og jarðvegssýni

Heysýni: Nú er liðið á sumarið sem hefur verið einstaklega fjölbreytt veðurfarslega bæði milli og innan landshluta. Kuldi, væta og þurrkar hafa gert bændum erfitt fyrir á mismunandi árstíðum. Í þurrkatíð fara grösin að leggja megináherslu á að koma upp punti og því verður blaðvöxtur minni. Grösin „trénast“ fyrr og verður oftar en ekki hærra hlutfall af tréninu ómeltanlegt. Veðráttan hefur því mjög mikil áhrif á heygæðin og þegar veðráttan er frábrugðin því sem við eigum að venjast er enn mikilvægara að huga að heyefnagreiningum. Öll okkar framleiðsla hvort sem það er mjólk eða kjöt byggir að megninu til á heyinu sem aflað er og því mikilvægt að vita hvaða fóðurgildi og steinefni við höfum í höndunum.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2023 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er mikið af starfsfólki RML í sumarfríi og því stopul viðvera á starfsstöðvum. Síminn 516-5000 verður þó alltaf opinn hjá okkur sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað er í hádeginu milli kl. 12-13 Föstudaga kl. 9-12 en lokað er á föstudögum frá kl. 12.00 Senda má gögn og fyrirspurnir á eftirfarandi netföng:
Lesa meira

Hvað er gott að hafa í huga við val á íblöndunarefnum í votheysverkun?

Þegar verið er að hugsa um að nota íblöndunarefni þá þarf að spyrja sig hvað við viljum fá út úr íblöndunarefninu. Er einungis verið að leitast eftir góðri votheysverkun þar sem markmiðið er að bæta gerjun með því að lækka sýrustig hratt? Eða viljum við að heyið geymist lengur eftir að rúllan eða stæðan er opnuð aftur? Eða viljum við bæta fóðurgæðin, því íblöndunarefni geta einnig aukið lystugleika fóðurs, semsagt gert gott fóður betra.
Lesa meira

Áburðaráætlanir

Í lok nóvember síðastliðinn voru á vegum RML haldnir fundir þar sem umræðuefnið var áburður og þættir tengdir honum. Voru fundirnir haldnir víða um landið og var fundarsókn ágæt. Rædd voru ýmis atriði sem hafa þarf í huga þegar kemur að vali á tilbúnum áburði og þættir sem hafa áhrif á nýtingu hans, bæði tilbúins áburðar og lífræns áburðar.
Lesa meira

Heysýnatakan er framundan

Að vanda býður RML upp á heysýnatöku og er hægt að panta heysýnatöku og fóðurráðgjöf á heimasíðu RML (hnappur á forsíðu).
Lesa meira

Heysýnataka 2022

Heyefnagreiningar gefa mikilvægar upplýsingar sem nýtast í bústjórninni m.a. við að taka ákvarðanir varðandi skipulag fóðrunar en einnig til að meta hvernig tekist hefur til við áburðargjöf. Árferði hefur áhrif á efnainnihald fóðurs og því ekki hægt að búast við að niðurstöður fyrra árs eða ára segi til um niðurstöðu líðandi árs. Því er mikilvægt að taka árlega heysýni úr a.m.k. mikilvægustu fóðurgerðunum.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum maí, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 13. júní. Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 484 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 122 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.370,7 árskúa á búunum 484 reyndist 6.322 kg eða 6.383 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 50,4.
Lesa meira

Fóðurkostnaður kúabúa: Greining og leiðir til hagræðingar

Fóðurkostnaður á kúabúum er mjög stór hluti af heildarkostnaði við rekstur búa og gefa niðurstöður úr verkefninu „Rekstur kúabúa 2017-2020“ til kynna að breytileiki í fóðuröflunarkostnaði sé mikill. Nauðsynlegt er að tengja jarðræktar- og fóðurráðgjöf betur við rekstrarafkomu og innleiða aukna vitund um mikilvægi góðs alhliða skýrsluhalds og nýtingu þess til bústjórnar. Bætt nýting aðfanga og framleiðslugripa er gríðarlega mikilvægur þáttur í að draga úr kolefnislosun í búrekstri og stuðlar að sjálfbærni landbúnaðar.
Lesa meira

Niðurstöður heyefnagreininga 2021

Nú hafa verið birt meðaltöl úr heyefnagreiningum frá árinu 2021 hér á heimasíðu RML en um er að ræða niðurstöður sýna sem fóru í svokallaðar NorFor greiningar. Sýnin voru tekin af RML, sem og öðrum aðilum s.s. fóðursölum, og voru efnagreind hjá Efnagreiningu ehf. Samtals er um að ræða niðurstöður úr 1.118 sýnum af 1. slætti, 315 sýnum úr 2. slætti, 76 grænfóðursýnum og 64 rýgresissýnum. Að meðaltali eru hey ársins 2021 frekar þurr en nokkurn mun má sjá milli landshluta. Munar allt að 9%-stigum á þurrefnisinnihaldi í fyrri slætti á heyjum af Suðurlandi (49,6 %) og öðrum landshlutum (51,1-58,7%). Þá er prótein í fyrri slætti á Suðurlandi að meðaltali örlítið lægra og leysanleiki próteins hærri en í öðrum landshlutum.
Lesa meira