Loftslagsvænn landbúnaður

Loftslagsvænn landbúnaður, samstarfsverkefni stjórnvalda, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML), Skógræktarinnar og Landgræðslunnar er mjög öflugt verkefni í loftslagsmálum landbúnaðarins.

Loftslagsvænn landbúnaður hófst í ársbyrjun 2020 þegar fimmtán sauðfjárbúum var boðin þátttaka. Verkefnið hefur stækkað jafnt og þétt og eru nú 27 sauðfjárbú þátttakendur og síðan bættust fjórtán bú í nautgriparækt við haustið 2021. Hvert þátttökubú tekur þátt í fjögur til fimm ár í senn. Stjórn verkefnisins skipa fulltrúar RML, Skógræktarinnar og Landgræðslunnar en jafnframt kemur að verkefninu fjölbreyttur hópur ráðgjafa þessara samstarfsstofnana.

Myndin sýnir þátttökubú í sauðfjárrækt:
 
Myndin sýnir þátttökubú í nautgriparækt: