Fjárfestingastuðningur - umsóknarfrestur

Nú líður að því að sækja þurfi um fjárfestingastuðning fyrir framkvæmdum á árinu 2019. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars en í nautgriparækt er hann 31. mars (29. mars er föstudagur fyrir þá sem kjósa aðstoð RML).

Það sem fylgja þarf með umsókn er: 

 • Kostnaðaráætlun
 • Framkvæmdaáætlun
 • Verkáætlun og verklýsing
 • Rökstuðningur fyrir því hvernig framkvæmdin stenst kröfur um stuðning
 • Staðfesting byggingarfulltrúa (teikningar ef við á)
 • Veðbókarvottorð á að umsækjandi sé eigandi ef umsækjandi er ekki eigandi þarf skriflegt leyfi landeigenda (það er nóg að vísa í lögbýlaskrá ef umsækjandi er þegar að þiggja beingreiðslur).

Framkvæmdir sem eru yfir einni milljón kr eru styrkhæfar, að öðru leyti er allt styrkhæft sem viðkemur endurnýjun, endurbótum og nýbyggingum. Þess ber þó að geta að tæknibúnaður er ekki styrkhæfur, nánari upplýsingar um það veita ráðunautar. 
Þau sem sóttu um fjárfestingastuðning í sauðfjárrækt 2018 og nautgriparækt árin 2017 og 2018 og hafa ekki fengið fulla afgreiðslu miðað við mögulegan rétt til framlaga og/eða luku ekki framkvæmdum á þessum árum geta sótt um aftur í ár.

Aðkoma RML að framkvæmdum
Starfsmenn RML geta aðstoðað við:

 • Umsóknir vegna fjárfestingastuðnings
 • Rekstrar- og fjárfestingaáætlun sem auðveldar lántöku ef við á
 • Hönnunarvinnu með aðbúnað manna og dýra í forgrunni eða að farið yfir teikningar
 • Útboðsgerð
 • Eftirfylgni með kostnaðar og rekstraráætlun

Viljum við hjá RML leggja áherslu á aðstoð við útboðsgerð og eftirfylgni með kostnaðaráætlunum. Nú þegar hefur sýnt sig að það er hægt að spara umtalsverðar fjárhæðir með aðstoð RML við að leita útboða í tengslum við framkvæmdir.

Ef þú kýst að notfæra þér þjónustu RML við einhverja af þessum þáttum þá vinsamlegast hafðu samband sem fyrst við einn eftirtöldum ráðunautum: 

Sjá nánar um aðkomu RML að hönnun og framkvæmdum

Bútækni og aðbúnaður

 svh/agg