Bútækni og aðbúnaður fréttir

Fjárfestingastuðningur - teikningar á aðbúnaði, kostnaðaráætlun og aðstoð við umsókn

Samkvæmt reglugerð um stuðning í nautgriparækt (348/2022) og í sauðfjárrækt (144/2022) eru greidd framlög vegna framkvæmda þar sem markmiðið er að stuðla að bættum aðbúnaði gripa, hagkvæmari búskaparháttum og aukinni umhverfisvernd. Umsóknafrestur vegna þessa stuðnings er 15. mars ár hvert fyrir sauðfjárræktina en 31. mars fyrir nautgriparæktina. Framkvæmdir eldri en 12 mánaða eru ekki gjaldgengar. Hægt er að sækja um styrk samfellt í þrjú ár vegna sömu framkvæmdar eða þar til hámarksstuðningi er náð.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2023 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er mikið af starfsfólki RML í sumarfríi og því stopul viðvera á starfsstöðvum. Síminn 516-5000 verður þó alltaf opinn hjá okkur sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað er í hádeginu milli kl. 12-13 Föstudaga kl. 9-12 en lokað er á föstudögum frá kl. 12.00 Senda má gögn og fyrirspurnir á eftirfarandi netföng:
Lesa meira

Ráðunautar RML fóru á samræmingarráðstefnu Norðurlandanna í byggingum og bútækni

Í lok apríl hittust um 35 ráðunautar/ráðgjafar frá Norðurlöndum á ráðstefnu til að skoða og ræða um það helsta á sviði bygginga- og bútækni. Ráðstefnan var haldin í Billund í Danmörku. Þrír ráðunautar RML fóru, Anna Lóa Sveinsdóttir, Ditte Clausen og Linda Margrét Gunnarsdóttir. Dögunum var skipt í fyrirlestra og heimsóknir. Sýnt var frá heimsóknunum á Snapchat-reikningi RML.
Lesa meira

Breytt verklag við förgun mjólkurkúa

Eftirfylgni með reglum varðandi mjólkandi kýr sem koma til slátrunar hefur verið hert til þess að stuðla að aukinni velferð. Sláturleyfishafar hafa því breytt hjá sér verklagi varðandi flutninga á þann hátt að mjólkurkýr verða sóttar eins seint og hægt er að deginum og samdægurs þegar og þar sem því verður við komið. Einnig munu mjólkurkýr verða teknar fyrst að morgni til slátrunar í stað ungneyta. Þessar ráðstafnir snerta bændur í einhverjum tilvikum og er óskað eftir því við bændur að virkja eftirfarandi verklag:
Lesa meira

Þjónustukönnun RML á Bændatorgi

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leggur mikinn metnað í að veita bændum um allt land góða þjónustu og við leitum stöðugt leiða til að bæta ráðgjöf okkar enn frekar. Því hvetjum við bændur til að taka þátt í þjónustukönnun okkar sem er aðgengileg inni á Bændatorginu undir fréttum. Könnunin er stutt og ætti ekki að taka nema 3 til 4 mínútur að svara henni og niðurstöður er ekki hægt að rekja til einstakra svarenda. Það er okkur mjög mikils virði að fá sem flest svör til þess að við getum haldið áfram að efla og bæta ráðgjöf og þjónustu við bændur.
Lesa meira

Nýr bæklingur um framleiðslu og meðhöndlun nautakjöts

Íslenskt gæðanaut hefur látið vinna bækling um framleiðslu og meðhöndlun á íslensku nautakjöti og er hann nú aðgengilegur naut.is. Fyrirmynd bæklingsins er meðal annars sótt í bæklinginn „Frá fjalli að gæðamatvöru“ sem unninn var á vegum MATÍS og Landssamtaka sauðfjárbænda.
Lesa meira

Kennslumyndband um plægingar - Stillingar á plóg

Linda Margrét Gunnarsdóttir ráðunautur hjá RML lauk í fyrra búfræðinámi. Lokaverkefni hennar fjallaði um plægingar og vann hún myndband sem hluta af verkefninu. Í myndbandinu er fjallað um stillingar á dráttarvél, plóg og fleiri mikilvægum þáttum sem koma við sögu ef plægingar eiga að takast vel
Lesa meira

Vegna umræðna um „Plast í íslenskum landbúnaði – leiðir og kostnaður við að draga úr notkun heyrúlluplasts“

Nýlega útgefin skýrsla RML um plast í íslenskum landbúnaði hefur vakið miklar og gagnlegar umræður. Umræður um loftslags- og umhverfismál eru þörf, og þökkum við fyrir alla þá athygli sem þessi vinna hefur fengið. Það hafa vaknað nokkrar spurningar hjá áhugasömum um þessi mál og val á forsendum í reiknilíkani sem kynnt er í skýrslunni.
Lesa meira

Norrænt samstarf í útrás

Ráðunautaþjónustur og ábyrgðaraðilar skýrsluhalds í nautgriparækt í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð hafa um árabil unnið í sameiningu að því að þróa tæknilausnir til að auðvelda gagnaflæði milli skýrsluhaldskerfa og mjaltabúnaðar. RML sem ábyrgðaraðili skýrsluhalds og ræktunarstarfs hérlendis er þátttakandi í þessu samstarfi fyrir Íslands hönd. Kerfið sem kallast NCDX (Nordic Cattle Data Exchange) er þróað af Mtech í Finnlandi og er komið í notkun, m.a í Finnlandi og Noregi, og unnið hefur verið að því að búa til tengingar við mjaltaþjóna á Íslandi.
Lesa meira

Fjósloftið: Hjarðstýring á mjaltaþjónabúum

Næsti fundur á Fjósloftinu verður miðvikudaginn 22. apríl kl. 13.00. Umræðuefnið að þessu sinni verður hjarðstýring á mjaltaþjónabúum og fyrirlesari er Jóna Þorunn Ragnarsdóttir. Allir velkomnir og að sjálfsögðu vonumst við til að hitta sem flesta á fjóslofti veraldarvefsins.
Lesa meira