Hvaða vaxtakjör eru í boði hjá fjármálastofnunum?

Hækkun vaxta óverðtryggðra lána.

Eins og fram hefur komið hefur Seðlabanki Íslands hækkað stýrivexti bankans á síðustu misserum, ein afleiðing þess er hækkun á óverðtryggðum útlánavöxtum viðskiptabankanna. Í meðfylgjandi töflu koma fram lægstu útlánavextir helstu lánastofnana eins og þær birtast á heimasíðum viðkomandi lánastofnana.

    Kjörvextir Íbúðalán Bílalán/Tæki Yfirdráttur
Arionbanki  verðtr 4,65% 3,85% - 4,3 % + 1,1% umfram 70% f.mat 5,5%-7,5% 12,1 - 13,2 %
óverðtr 7,15% 7,05%-7,50% & 8,15-8,6% umfram 70% f.mat 8,15%-10,15%  
Landsbanki  verðtr 4,30% 3,65%-3,85% + 1% umfram 70 % f.mat 5,7%-8,05% 12,5 -13,2%
óverðtr 7,45% 7,0%-7,45% +1% umfram 70 % f.mat 7,45%-10,05%  
Ísl.banki/ERGO  verðtr 4,45% 3,95% og 4,85% umfram 70% f.mat 5,65 - 8,15% 12,45 - 13,25%
óverðtr 7,55% 7,00% - 7,55% og 7,75-8,65 fastir umfram 70% f.mat 7,5% - 10,0%   
Sparisjóður  verðtr 5,20% 3,95%-4,25% +1% umfram 70% f.mat   12,4 - 13,2%
óverðtr 7,70% 7,15%-8,05% breytilegir vextir, 8,05% fastir    
Byggðastofnun  verðtr 5,90% Jarðakaupalán 5% vextir, jafngreiðslur, jafnar afb.    
óverðtr REIBOR +3,5% Núna 5,4% + 3,5% = 8,9% vextir    
Lífeyrissjóður bænda verðtr   3,85% breytilegir vextir og 4,3% fastir vextir    
óverðtr   9,1% breytilegir vextir    
Íbúðalánasjóður verðtr   4,2% vextir, fastir, allt að 80% veðst.hlutfall     
    Hámarkslán 24 milljónir, lánstími 5-35 ár    

 

Rétt er að taka fram að kjörvextir eru grunnvextir án álags , og lægsti taxti tækja- og bílalána einnig.  Ofan á þessa grunnvexti kemur  vaxtaálag, allt frá 0,5% upp í um 5% - háð viðskiptasögu og lánshæfi lántaka og mati lánveitanda á áhættu. Gagnlegt er að kynna sér lánshæfi sitt hjá Credit info áður en farið er í fjárfestingar en það er hægt gegn gjaldi, nánari upplýsingar hér https://www.creditinfo.is/fjarmalin/thekkir-thu-stodu-thina.aspx

Gagnvart yfirdráttarlánum er alfarið miðað við upplýsingar skv. heimasíðum viðkomandi lánastofnana. Hins vegar eru þau kjör væntanlega umsemjanleg í hverju tilviki um sig.  

Varðandi íbúðalánin hjá bönkunum þá eru vaxtakjör mismunandi eftir veðhlutfalli og  hægt að velja á milli mismunandi útfærslu,  hluti láns getur verið í  formi verðtryggðra kjara og hluti í  óverðtryggðu láni og eins að semja um breytilega eða fasta vexti.  Hjá Íbúðalánasjóði er eingöngu miðað við verðtryggð kjör, nánari upplýsingar um lánin hjá Íbúðalánasjóði má finna á heimasíðunni www.ils.is.

Sérstakur lánaflokkur er til staðar hjá Byggðastofnun sem veitir lán til fjármögnunar jarðakaupa/ kynslóðaskipta í landbúnaði í því skyni að styðja við nýliðun, nýsköpun og framþróun í greininni. Jafnframt eru veitt lán með sömu kjörum til nýbygginga og endurbóta á húsakosti á mjólkur - og sauðfjárbúum. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu stofnunarinnar, www.byggdastofnun.is

Hjá Lífeyrissjóði bænda geta einstaklingar fengið óbundin lán að því tilskyldu að þeir séu aðilar að sjóðnum og að uppfylltum öðrum skilyrðum. Nánari upplýsingar um lánamöguleika og skilyrði er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.lsb.is

Þá er fyrirtæki sem er eingöngu á sviði tækja- og bílafjármögnunar en það er Lykill sem er í eigu Lýsingar, sjá www.lykill.is og www.lysing.is  Núverandi vextir nýrra Lykillána  eru á bilinu  9 til 9,4% miðað við óverðtryggð kjör.

Að lokum má má minna á nauðsyn þess að ígrunda vel hvaða lánaform og tímalengd hentar best og kynna sér þróun á greiðslubyrði lánsins og áhrif verðbólgu og vaxtabreytinga. Æskilegt er að lán sé ekki til lengri tíma en endingatími þess sem verið er að fjárfesta í. Þá er rétt að gæta þess að greiðsluyrði sé ekki of þung þannig að svigrúm sé fyrir sveiflur í rekstri eins og vegna áfalla eða veðurfars.

Á vegum RML er í boði margvísleg fjármálaleg ráðgjöf í landbúnaði, m.a. um lánamál. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 516 5000 eða í gegnum netfangið rml@rml.is

Sjá nánar:

 www.arion.is, www.landsbanki.iswww.islandsbanki.is, www.ergo.is,  www.spar.is, www.byggdastofnun.is, www.lsb.is og www.ils.is.

rs/gj