Fyrstu tölur úr tilraun með kyngreint sæði
17.08.2025
|
Eins og kunnugt er var nautasæði kyngreint í fyrsta skipti á Íslandi í desember 2024. Þá var kyngreint sæði úr fimm nautum í tilraunaskyni þar sem hverri sæðistöku var skipt í annars vegar hefðbundið sæði og hins vegar kyngreint. Þetta sæði var notað um mest allt land án þess að frjótæknar eða bændur vissu um hvora tegundina var að ræða. Fyrsta sæðing fór fram 15. janúar s.l. og tilrauninni lauk þann 31. maí. Nú liggja fyrir allra fyrstu tölur um 56 daga ekki uppbeiðsli og eru þær birtar með fyrirvara þar sem uppgjöri er alls ekki lokið. Hins vegar styttist í að kyngreint sæði komi til notkunar og mikilvægt fyrir bændur að vita að hverju þeir ganga.
Lesa meira