Áburðaráætlanir

Mikilvægt er að skipuleggja áburðarnotkun vel. Sérstaklega þarf að huga að sem bestri nýtingu búfjáráburðar svo spara megi í tilbúnum áburði. Áburðaráætlanir eru besta tækið til að tryggja rétta notkun áburðar.

Þegar áburðaráætlun er unnin er nauðsynlegt að eftirfarandi upplýsingar liggi fyrir:

  • Númer eða nafn spildu
  • Stærð í ha
  • Jarðvegsgerð – mat á frjósemi
  • Aldur og ástand ræktunar
  • Plöntutegund í ræktun

Eftir því sem upplýsingarnar eru meiri, því betri forsendur eru til að ákvarða áburðarþarfirnar og þar með fæst markvissari áætlun. Þess vegna er gott að hafa einnig upplýsingar um áburðargjöf og uppskeru fyrri ára sem og niðurstöður hey- og jarðvegsefnagreininga.

Markmiðin með áburðaráætlun eru að hámarka magn og gæði uppskerunnar fyrir sem minnstan pening eða eftir öðrum þeim forsendum sem hver og einn bóndi leggur upp með.

Ráðunautar RML vinna áburðaráætlanir í Jörð.is. Sú vinna getur verið unnin allt frá grunni yfir í það að vera yfirferð á áætlun sem bændur vinna sjálfir.

Hafið samband ef þið viljið nýta ykkur þjónustu okkar.

Aðalnúmerið okkar er 516-5000 en ef þið viljið ná sambandi beint við einhvern ákveðinn starfsmann okkar sem vinnur við áburðaráætlanir þá eru það eftirtaldir aðilar: 

Anna Lóa Sveinsdóttir 516-5006 als(hjá)rml.is
Borgar Páll Bragason 516 5010 bpb(hjá)rml.is
Eiríkur Loftsson 516-5012 el(hjá)rml.is
Kristján Ó Eymundsson 516-5032 koe(hjá)rml.is
Sigríður Ólafsdóttir 516-5041 so(hjá)rml.is
Þórey Gylfadóttir 516 5027 thorey(hjá)rml.is