Síðustu fyrirlestrarnir í netfyrirlestraröð LOGN verkefnisins og upptökur á netinu

Nú líður að lokum þessarar lotu í netfyrirlestrum á vegum LOGN. Verkefnið hefur gengið mjög vel og hafa margir nýtt sér þann möguleika að tengjast fyrirlestrum í rauntíma og taka þátt í umræðunni. Við viljum benda þeim á sem ekki hafa náð að fylgjast með að fyrirlestrarnir hafa verið teknir upp og er hluti af upptökum þegar komnir í birtingu. Fyrirlestrana má finna hér á heimasíðunni, sjá tengil hér neðar. 

Þrír fyrirlestrar verða í næstu viku:

Mánudaginn 4. maí kl 13:00
Endurheimt landnámsskóga. Fjallað verður um skógrækt og hvernig bændur geta endurheimt náttúrulega skóga á bújörðum sínum. Farið verður yfir sérkenni íslenskra trjátegunda og skógarleifa á svæðinu.

Flytjandi er Hreinn Óskarsson, skógfræðingur og sviðstjóri samhæfingarsviðs hjá Skógræktinni.

Miðvikudaginn 6. maí kl. 13:00
Náttúruvernd og landbúnaður í skipulagi sveitarfélaga. Fjallað verður um hvernig Náttúrvernd og landbúnaður fellur að skipulagi og reglugerðum sveitarfélaga.

Flytjandi er Ragnar Frank Kristjánsson, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar.

Föstudaginn 8. maí  kl. 13:00 
Náttúruvernd og landbúnaður – Nýsköpun og rekstur. Fjallað verður um hvernig byggja upp hugrænan ávinning með því að stunda náttúruvernd samhliða búrekstri og hvernig sækja má tækifæri til nýsköpunar í sérstöðu svæða. Einnig verður varpað fram nokkrum sviðsmyndum af búrekstri og borið saman hvaða áhrif hvatagreiðslur áþekkar þeim sem eru erlendis m.a. í Burren-verkefninu hefðu á rekstur búa ef þær yrðu innleiddar.

Umsjón með fyrirlestri: Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur og verkefnastjóri LOGN

Hægt er að tengjast beint á fyrirlestrana í gegnum viðburðadagatal RML. 

Minnum einnig á að enn er hægt að skrá sig til þátttöku í LOGN verkefninu fyrir sumarið, skráningafrestur er til 15. maí nk. 

Upplýsingar veitir Sigurður Torfi Sigurðsson, netfang: sts@rml.is sími: 5165078 / 7768778

Viðburðadagatal RML 
Upptökur netfyrirlestranna
Skrá þátttöku í LOGN